Gleðigangan rennur úr hlaði

Mikið er um lita­dýrð, vel skreytta vagna og flotta bún­inga í miðborg Reykja­vík­ur þessa stund­ina enda var Gleðigang­an að sigla af stað í átt að Arn­ar­hóli þar sem hátíðinni verður haldið áfram í dag. Gleðigang­an er hápunkt­ur Hinseg­in daga sem hafa farið fram á und­an­förn­um dög­um.

Mik­ill fjöldi fólks á öll­um aldri er kom­inn sam­an í miðborg­inni til þess að taka þátt í gleðinni og fagna fjöl­breyti­leika ís­lensks sam­fé­lags. Meðfylgj­andi má sjá mynd­ir sem ljós­mynd­ari mbl.is náði af nokkr­um úr göng­unni sem var þá við það að renna úr hlaði og skein gleði úr hverju and­liti.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina