Styðja málefnið þvert á aðrar skoðanir

Ungliðahreyfingar stjórnmálaflokkanna ganga saman í Gleðigöngunni.
Ungliðahreyfingar stjórnmálaflokkanna ganga saman í Gleðigöngunni. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Ungliðahreyf­ing­ar stjórn­mála­flokk­anna gengu sam­an í Gleðigöng­unni í dag, en rétt­indi hinseg­in fólks er mál­efni sem all­ar ungliðahreyf­ing­arn­ar eru sam­mála um. Þá gengu ungliðar Íslands­deild­ar Am­nesty In­ternati­onal fyr­ir alla þá sem hafa ekki frelsi til að elska eða vera þeir sjálf­ir.

Laufey Rún Ketilsdóttir, formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna.
Lauf­ey Rún Ket­ils­dótt­ir, formaður Sam­bands ungra sjálf­stæðismanna. mbl.is/​Víf­ill

„Við telj­um mik­il­vægt að ung­ir sjálf­stæðis­menn leggi sín lóð á vog­ar­skál­arn­ar til að tryggja rétt­indi hinseg­in fólks og við ger­um það með þess­um hætti,“ seg­ir Lauf­ey Rún Ket­ils­dótt­ir, formaður Sam­bands ungra sjálf­stæðismanna, spurð hvers vegna þeir gangi í dag.

„Við erum hér með skilti þar sem við hvetj­um fólk til þess að virða ein­stak­ling­inn, til að vera og gera það sem maður vill, og erum staðföst í þeirri trú að fjöl­breytn­in þríf­ist best í frjálsu sam­fé­lagi.“

Seg­ir hún mik­il­vægt að stjórn­mála­hreyf­ing­ar taki þátt, þar sem þær gegni stóru hlut­verki í því að tryggja rétt­indi og tala fyr­ir hlut­um, þannig að aðrir heyri, hlusti og fari eft­ir.

„Ég tel það mjög mik­il­vægt að ung­ir jafnt sem aldn­ir taki þátt í því að virða ein­stak­ling­inn í hví­vetna.“

Ung vinstri græn í dag.
Ung vinstri græn í dag. mbl.is/​Víf­ill

Ragn­ar Auðun Árna­son, talsmaður Ungra vinstri grænna, seg­ir fé­lagið ganga til að styðja gott mál­efni og sýna sam­stöðu. „Að gera þetta með ungliðahreyf­ing­un­um sýn­ir að þær styðja mál­efni þvert á aðrar póli­tísk­ar skoðanir.“

„Við get­um verið sam­mála um það að hinseg­in fólk er al­veg eins og við hin og á rétt á sömu rétt­ind­um. Það eru mann­rétt­indi að vera eins og við erum.“

Seg­ir hann rétt­indi hinseg­in fólks aldrei eiga að vera neitt vafa­mál, fólk eigi að geta verið eins og það vill. „Fólk á ekki að þurfa að fela sína per­sónu og hvernig það er.“

Matthew Deaves (t.h.), segist fella tár í hverri göngu.
Matt­hew Dea­ves (t.h.), seg­ist fella tár í hverri göngu. mbl.is/​Víf­ill

„Mér finnst það mjög mik­il­vægt að við frá ungliðahreyf­ing­un­um kom­um út í dag og sýn­um stuðning og að við viður­kenn­um að það er enn mikið að gera í þessu mál­efni“, seg­ir Matt­hew Dea­ves frá Ung­um jafnaðarmönn­um.

Matt­hew var að mæta í sína aðra göngu hér á landi, en hef­ur oft­ar mætt í Lund­ún­um. Seg­ir hann þetta alltaf jafn­gam­an og sér­stak­lega sé gam­an að sjá fjöld­ann í göng­unni hér á landi, auk sam­stöðunn­ar. „Ég tár­ast að minnsta kosti einu sinni í svona göngu,“ seg­ir hann og hlær.

Það sé þó enn mik­il bar­átta eft­ir, ekki bara á Íslandi, held­ur í heim­in­um öll­um og nefn­ir hann skotárás­ina í Or­lando fyrr í sum­ar í því sam­hengi. „Við þurf­um að standa sam­an og vinna í þessu og við þurf­um líka að hlusta á minni­hluta­hóp­ana inn­an þessa minni­hluta­hóps.“

Ungliðahreyfing Viðreisnar.
Ungliðahreyf­ing Viðreisn­ar. mbl.is/​Víf­ill

Ungliðahreyf­ing Viðreisn­ar lét sig ekki vanta, þrátt fyr­ir að ung sé. Þau Gísli Óskars­son og Ragn­heiður Krist­ín Finn­boga­dótt­ir segja sjálfsagt að mæta í göng­una og mik­il­vægt sé að stjórn­mála­hreyf­ing­ar leggi bar­átt­unni lið.

„Þau hafa valdið með lög­gjöf, setja jafn­rétt­is­lög, bann við mis­mun­un og þess hátt­ar. Það er mik­il­vægt að stjórn­mála­flokk­ar séu virk­ir í bar­átt­unni og með putt­ann á púls­in­um.“

Vöktu at­hygli á Tún­is

Íslandsdeild Amnesty International lagði áherslu á málefni hinsegin fólks í …
Íslands­deild Am­nesty In­ternati­onal lagði áherslu á mál­efni hinseg­in fólks í Tún­is í dag. mbl.is/Ó​feig­ur Lýðsson

Íslands­deild Am­nesty In­ternati­onal tók þátt í Gleðigöng­unni líkt og síðustu ár, fyr­ir alla þá sem hafa ekki frelsi til að elska eða vera þeir sjálf­ir án þess að eiga á hættu að gjalda þess dýr­um dómi.

Á hverju ári vekja sam­tök­in sér­staka at­hygli á einu máli sem teng­ist mann­rétt­inda­bar­áttu hinseg­in fólks og í ár er það mál­efni þeirra í Afr­íku­rík­inu Tún­is. Nína Guðrún Bald­urs­dótt­ir, frá Íslands­deild Am­nesty, seg­ir mis­jafnt hvort ein­stak­lings­mál eða þrýst­ing­ur á stjórn­völd ákveðinna landa verði fyr­ir val­inu.

„Ástæðan fyr­ir því að Tún­is varð fyr­ir val­inu í ár er að Am­nesty hef­ur verið að beita þrýst­ingi á stjórn­völd þar vegna þess að 2015 var nem­andi í Tún­is hand­tek­inn fyr­ir að hafa átt sam­neyti við aðila af sama kyni. Til að skera úr um sekt hans var hann lát­inn gang­ast und­ir lækn­is­skoðun, endaþarms­skoðun, sem tíðkast í nokkr­um lönd­um og er aðferð til að valda niður­læg­ingu og á sér enda ekki stoð í nein­um vís­ind­um. Mál hans vakti mikla at­hygli og kveikti svo­lítið í bar­áttu hinseg­in fólks í Tún­is.“

Sam­kyn­hneigð er ólög­leg í Tún­is og refsi­verð sam­kvæmt 230. grein refsilaga þar í landi, en viður­lög við kyn­lífi ein­stak­linga af sama kyni geta verið allt að þriggja ára fang­elsis­vist, auk sekta. Gleðigang­an í Reykja­vík er ekki eina gang­an þar sem vak­in er at­hygli á refs­ing­um Tún­isa og nefn­ir Nína að ný­lega hafi Am­nesty lagt sömu áherslu í gleðigöng­unni í Stokk­hólmi.

„Í kjöl­far máls þessa drengs komst þetta á svo­lítið flug og við sjá­um tæki­færi til að ná fram breyt­ing­um á þess­um tíma.“

Am­nesty vill einnig vekja at­hygli á því al­mennt að viður­lög liggja við því að elska mann­eskju af sama kyni í 73 ríkj­um í heim­in­um í dag.

Á Lækj­ar­torgi gat fólk komið við í tjaldi Am­nesty og stutt bar­áttu sam­tak­anna með því að skrifa und­ir kröfu um að tún­ísk stjórn­völd grípi til aðgerða án taf­ar með því að fella niður grein nr. 230 og tryggja að hinseg­in fólk njóti vernd­ar og fullra rétt­inda í Tún­is.

mbl.is/Ó​feig­ur Lýðsson
mbl.is