Segir íbúa Tyrklands vilja dauðarefsingu

Ef íbúar Tyrklands vilja taka upp dauðarefsingu í kjölfar misheppnaðrar valdatöku í síðasta mánuði þurfa stjórnmálaflokkar landsins að verða við þeirri ósk. Þetta sagði forseti landsins, Recep Tayyip Erdogan, á fjöldafundi í Istanbúl í Tyrklandi í dag.

„Ef þjóðin tekur slíka ákvörðun þá trúi ég að stjórnmálaflokkarnir verði að virða þá skoðun,“ sagði Erdogan. Fjöldafundurinn fór fram á Yenikapi-torginu í Sultanahmet hverfinu, en það er eitt helsta ferðamannahverfi borgarinnar og eru meðal annars Hagia Sophia, Bláa moskan og fyrrverandi konungshöllin Topkapı Palace þar. 

Sagði Erdogan að ef þingið myndi samþykkja að leyfa dauðarefsingu á ný myndi hann samþykkja þau lög.

Frétt mbl.is: Mannhaf í Istanbul 

Gífurlegur fjöldi fólks safnaðist saman í Istanbul í dag þar …
Gífurlegur fjöldi fólks safnaðist saman í Istanbul í dag þar sem fólk gagnrýndi valdaránstilraunina í síðasta mánuði. AFP
Frá fjöldafundinum í Istanbul í dag. Hundruð þúsunda manna komu …
Frá fjöldafundinum í Istanbul í dag. Hundruð þúsunda manna komu einnig saman í höfuðborginni Ankara til að sýna stuðning við forsetann. AFP
Hundruð þúsunda stuðningsmanna Erdogan mættu á fjöldafundinn í Istanbul í …
Hundruð þúsunda stuðningsmanna Erdogan mættu á fjöldafundinn í Istanbul í dag. AFP
mbl.is