Risaeldgos faldi hraðari hækkun sjávarmáls

Hnattræn hlýnun veldur því að yfirborð sjávar fer hækkandi.
Hnattræn hlýnun veldur því að yfirborð sjávar fer hækkandi. AFP

Yf­ir­borð heims­haf­anna hækk­ar ár frá ári vegna hnatt­rænn­ar hlýn­un­ar af völd­um manna. Ný rann­sókn vís­inda­manna bend­ir til þess að risa­eld­gos á Fil­ipps­eyj­um hafi falið hraða yf­ir­borðshækk­un­ar­inn­ar í gervi­hnatta­gögn­um síðustu ára­tug­ina. Hækk­un sjáv­ar­yf­ir­borðsins sé í raun að hraða sér.

Sam­kvæmt mæl­ing­um banda­rísku geim­vís­inda­stofn­un­ar­inn­ar hækk­ar yf­ir­borð sjáv­ar um 3,5 milli­metra á ári. Lofts­lags­breyt­ing­ar sem komn­ar eru til af bruna manna á jarðefna­eldsneyti eins og olíu og kol­um valda því að vatn foss­ar út í hafið frá jökl­um á landi en hækk­andi hiti veld­ur því einnig að vatnið þenst út.

Í um­fjöll­un Washingt­on Post um rann­sókn­ina kem­ur fram að vís­inda­menn hafi lengi gert ráð fyr­ir að þessi hækk­un á stöðu sjáv­ar muni hraða sér eft­ir því sem ís­hell­ur Græn­lands og Suður­skauts­lands­ins bráðna í meira mæli. Gervi­hnatta­mæl­ing­ar hafa hins veg­ar ekki stutt þær spár fram að þessu.

Hafið skrapp sam­an eft­ir Pinatu­bo-gosið

Rann­sókn­in sem John Fasullo, lofts­lags­vís­indamaður við Loft­hjúps­rann­sókna­stöðina í Boulder í Col­orado í Banda­ríkj­un­um, og tveir starfs­bræður hans fengu birta í Scientific Reports beind­ist að þessu mis­ræmi.

Gögn­in um yf­ir­borð sjáv­ar koma frá gervi­tungl­um sem búin eru ná­kvæm­um radar­hæðarmæl­um. Þær at­hug­an­ir hóf­ust árið 1992 þegar TOPEX/​Poseidon-gervi­tungl­inu var skotið á loft en síðan hafa fleiri gervi­hnett­ir bæst í hóp­inn. Niður­stöður þeirra hafa valdið vís­inda­mönn­um heila­brot­um því þær benda til þess að hægt hafi á yf­ir­borðshækk­un sjáv­ar á milli tíma­bils­ins 1993 til 2002 ann­ars veg­ar og 2003 til 2012 hins veg­ar.

Fasullo og fé­lag­ar komust að því að risa­vaxið eld­gos í eld­fjall­inu Pinatu­bo á Fil­ipps­eyj­um árið 1991, rétt áður en fyrsta gervi­tungl­inu sem kannaði yf­ir­borð sjáv­ar var skotið á loft, hafi brenglað mynd­ina og falið þá hröðun sem hef­ur átt sér stað á hækk­un sjáv­ar­máls.

Gos­efn­in sem Pinatu­bo spjó út í loft­hjúp jarðar end­ur­vörpuðu geisl­um sól­ar út í geim og ollu tíma­bund­inni kóln­un. Við það dróg­ust höf­in sam­an og yf­ir­borð sjáv­ar lækkaði tíma­bundið, um allt að fimm til sjö milli­metra.

Þegar kóln­un­ar­áhrifa eld­goss­ins naut ekki leng­ur við hlýnaði hafið hins veg­ar hratt aft­ur og þand­ist út í sama mæli. Það olli því að yf­ir­borðshækk­un sjáv­ar virt­ist sér­stak­lega hröð við upp­haf gervi­tungla­at­hug­an­anna og að sama skapi hæg­ari í kjöl­farið. 

Hækk­ar hraðar eins og spáð var

Vís­inda­menn­irn­ir spá því þess vegna að áhrif frá­viks­ins vegna Pinatu­bo á mæl­ing­ar á hraða hækk­un­ar sjáv­ar­máls muni hverfa með tím­an­um. Þegar þeir fjar­lægðu áhrif eld­goss­ins á sjáv­ar­stöðuna kom í ljós að hækk­un­in hafði í raun hraðað sér.

Fasullo seg­ir enn óráðið hversu hratt sjáv­ar­máls­hækk­un­in muni eiga sér stað. Það sé hins veg­ar ljóst að hröðunin eigi sér stað eins og spáð hafði verið. Lofts­lags­nefnd Sam­einuðu þjóðanna (IPCC) reikn­ar með um eins metra hækk­un á yf­ir­borði sjáv­ar fyr­ir alda­mót.

Ýmsir sér­fræðing­ar hafa hins veg­ar varað við því að það mat gæti verið of var­færið og hækk­un­in verði í raun meiri með til­heyr­andi hættu fyr­ir strand­byggðir og lág­lend­is­svæði.

Um­fjöll­un Washingt­on Post um rann­sókn­ina

Frá Pinatubo-eldfjalli á Filippseyjum þar sem mikið eldgos varð árið …
Frá Pinatu­bo-eld­fjalli á Fil­ipps­eyj­um þar sem mikið eld­gos varð árið 1991.
mbl.is