Tyrknesk stjórnvöld ætla að láta 38 þúsund fanga lausa en þeir voru dæmdir fyrir glæpi fyrir 1. júlí, að sögn Bekir Bozdag dómsmálaráðherra. Fangelsi landsins eru yfirfull í kjölfar misheppnaðs valdaráns en tugir þúsunda hafa verið handteknir í tengslum við valdaránið.
Bozdag segir á Twitter að ekki sé um sakaruppgjöf að ræða og nær ekki til fanga sem hafa verið sakfelldir fyrir morð, hryðjuverk eða ógnað öryggi landsins.