Plöntur nema land á jökulskerjum

Þúsundablaðarós er burknategund sem fannst óvænt bæði í Bræðraskeri og …
Þúsundablaðarós er burknategund sem fannst óvænt bæði í Bræðraskeri og Káraskeri. Tegundin vex annars aðeins á Norðurlandi. ljósmynd/Starri Heiðmarsson

Fleiri plöntu­teg­und­ir geta nú vaxið á jök­ulskerj­um í Breiðamerk­ur­jökli og Vatna­jökli en fyr­ir 35 árum og gróður­mörk hafa breyst vegna hlýn­andi lofts­lags. Rann­sókn­ar­ferð Nátt­úru­fræðistofn­un­ar Íslands og Land­búnaðar­há­skóla Íslands leiddi í ljós að teg­und­un­um hef­ur fjölgað um 13% frá ár­inu 1979.

Göm­ul jök­ulsker bjóða upp á ein­stak­ar aðstæður til að meta áhrif lofts­lags­breyt­inga því þar er um að ræða ósnortið land sem aldrei hef­ur verið nytjað af mönn­um, að því er seg­ir í frétt á vef Nátt­úru­fræðistofn­un­ar Íslands. Víðast hvar á land­inu geri land­nýt­ing­ar­saga vís­inda­mönn­um erfitt fyr­ir að túlka áhrif ný­legra lofta­slags­breyt­inga á gróðurfar.

Hóp­ur­inn kannaði nokk­ur slík jökla­sker, þar á meðal Kára­sker, Bræðrasker og Maríu­sker sem ganga um 7-15 kíló­metra inn í Breiðamerk­ur­jök­ul. Einnig var farið í Systra­sker og nýtt jök­ulsker sem kom upp í ná­grenni þess nú í sum­ar sem kallað er Granna­sker. Þá var farið í jök­ulskerið Máfa­byggðir sem er í Vatna­jökli ofan Breiðamerk­ur­jök­uls.

Reglu­lega hef­ur verið fylgst með breyt­ing­um á gróðurfari Kára­skers og Bræðraskers frá ár­inu 1965.

Sker­in eru sögð mynda ald­urss­eríu; Máfa­byggðir hafa staðið upp úr jökli frá lok­um síðasta kulda­skeiðs ís­ald­ar, Kára­sker kom upp úr jökl­in­um 1935, Bræðrasker árið 1961, Maríu­sker haustið 2000, Systra­sker í kring­um 2010 og Granna­sker sum­arið 2016.

Tveir leiðangursmenn á leið í Máfabyggðir á Vatnajökli.
Tveir leiðang­urs­menn á leið í Máfa­byggðir á Vatna­jökli. ljós­mynd/​Starri Heiðmars­son

Líkt og að kanna land­nám í Surts­ey

Meg­in­til­gang­ur ferðar­inn­ar, sem var far­in dag­ana 8.-11. ág­úst, var að greina há­plönt­ur, mosa og flétt­ur en auk þess gerði hóp­ur­inn ýms­ar jarðvegs­mæl­ing­ar. Rann­sókn­un­um er líkt við rann­sókn­ir á land­námi teg­unda í Surts­ey. Fjöldi háplantna­teg­unda í eldri skerj­un­um reynd­ist þannig svipaður.

Í Surts­ey fannst nú í sum­ar 61 teg­und háplantna á lífi, 53 árum eft­ir að eyj­an myndaðist. Á Bræðraskeri, sem er lík­ast Surts­ey í aldri eða 55 ára, fund­ust 60 teg­und­ir háplantna. Á Kára­skeri sem er 81 árs fannst 71 teg­und, á Maríu­skeri sem er 16 ára voru 37 teg­und­ir, á Systra­skeri sem er sex ára fund­ust 13 teg­und­ir en eng­ar á Granna­skeri. Hraði land­náms á þess­um jök­ulskerj­um er því mjög sam­bæri­leg­ur við Surts­ey, þrátt fyr­ir að gróður­sam­fé­lög séu mjög ólík.

Hóp­ur grasa­fræðinga heim­sótti Máfa­byggðir árið 1979 og því er gróðurfar þeirra vel þekkt frá þeim tíma. Þá fund­ust þar 46 teg­und­ir háplantna. Eft­ir tvær heim­sókn­ir þangað í ág­úst 2012 og 2016 er ljóst að í dag vaxa þar 52 teg­und­ir háplantna.

„Teg­unda­fjöldi hef­ur sem sagt auk­ist um 13% og það er því ljóst að gróður­mörk eru að breyt­ast með hlýn­andi lofts­lagi og fleiri plöntu­teg­und­ir geta núna vaxið á jök­ulskerj­um uppi á Vatna­jökli en fyr­ir 35 árum,“ seg­ir á vef Nátt­úru­fræðistofn­un­ar.

mbl.is