Agnarsmáir pönduhúnar vekja athygli

Hin nýbakaða móðir passar vel upp á afkvæmin.
Hin nýbakaða móðir passar vel upp á afkvæmin. Ljósmynd / skjáskot Facebook

Fyr­ir tæp­um þrem­ur vik­um fædd­ust tveir pöndu­hún­ar í Schoen­brunn dýrag­arðinum í Vín­ar­borg, sem að sögn starfs­fólks bragg­ast ljóm­andi vel.

Spennt­ir dýrag­arðsgest­ir hafa enn ekki fengið að berja hún­ana aug­um, enda eru þeir of litl­ir til að yf­ir­gefa bælið sitt. Hins­veg­ar hef­ur verið hægt að sjá mynd­bandsút­send­ingu af fjöl­skyld­unni á skjá fyr­ir utan búr þeirra.

„Við árs­lok munu hún­arn­ir geta kom­ist ferða sinna og yf­ir­gefið bælið,“ sagði for­stjóri dýrag­arðsins, líkt og fram kem­ur í frétt Mirr­or.

Þeir sem vilja sprengja krúttskalann ættu að kíkja á mynd­bandið af mæðgin­un­um hér fyr­ir neðan. Eins og sjá má fer afar vel um móður­ina Yang Yang og af­kvæm­in, þar sem þau kúra sam­an í mestu mak­ind­um.

Hægt er að fyljgj­ast með litlu fjösl­kyld­unni á Face­book-síðu dýrag­arðsins. 

mbl.is