Hafi sala ríkisins á landi við suðvesturenda flugbrautar Reykjavíkurflugvallar ekki verið heimiluð í almennum lögum, er hún óheimil.
Þetta segir Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari, í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag.
Bendir hann á að stjórnarskrá heimili ekki að taka megi ákvörðun um afhendingu fasteigna ríkisins með fjárlögum einum saman. Ekki var lagt fram minnisblað frá fjármálaráðuneytinu á ríkisstjórnarfundi í gærmorgun þar sem greina átti frá þeim lagaheimildum sem sala landsins studdist við.