Jóhann Berg og Hófý eiga von á barni

Jóhann Berg Guðmundsson á von á barni með unnustu sinni.
Jóhann Berg Guðmundsson á von á barni með unnustu sinni. AFP

Landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson á von á barni með unnustu sinni Hófý Björnsdóttur. Von er á stúlku í desember. Hófý er laganemi en hún stundar meistaranám við Háskóla Íslands. 

Parið er nýflutt frá London til Burnley en nýlega skrifaði Jóhann Berg undir samning við Burnley. Það kemur ekki á óvart því hann stóð sig meira en vel á EM í Frakklandi í sumar. Náttúrulega eins og öll þjóðin veit. 

Saman mynda þau Hófý og Jóhann Berg sterka heild og óskar Smartland þeim hjartanlega til hamingju með óléttuna. Nú byrjar lífið. 

mbl.is

Bloggað um fréttina