Tvífari Voldemorts fundinn

Apinn þykir minna töluvert á erkióvin Harry Potter, sjálfan Voldemort.
Apinn þykir minna töluvert á erkióvin Harry Potter, sjálfan Voldemort. Ljósmynd / skjáskot Mirror

Á dög­un­um kom lít­ill api af teg­und­inni King Colobus í heim­inn. Ap­inn var tek­inn með keis­ara­sk­urði í Paignt­on-dýrag­arðinum í Devon, en heilsu móður hans hafði hrakað veru­lega.

Þetta var í þriðja skipti á 16 árum sem keis­ara­sk­urður er fram­kvæmd­ur í dýrag­arðinum, og í fyrsta skipti sem aðgerðin er gerð á prímata, eins og fram kem­ur í frétt Mirr­or.

„Ivy var kom­in að fæðingu en var hætt að borða og hafði verið aðgerðalaus í tvo daga. Rönt­gen­mynd leiddi í ljós að höfuðið var skorðað og ap­inn var til­bú­inn að koma í heim­inn,“ er haft eft­ir Jo Reynold, dýra­lækn­in­um sem fram­kvæmdi keis­ara­sk­urðinn.

„Seinna um kvöldið fór­um við að hafa áhyggj­ur heilsu henn­ar, en hún sýndi eng­in merki þess að hafa hríðir. Við ákváðum því að fram­kvæma keis­ara­sk­urð til að bjarga lífi henn­ar og af­kvæm­is­ins.“

Aðgerðin heppnaðist vel og bragg­ast báðir ap­arn­ir með ágæt­um. Sá litli held­ur þó kyrru fyr­ir í hi­ta­kassa fyrst um sinn.

Það er óneitanlega mikill svipur með Voldemort og apanum litla.
Það er óneit­an­lega mik­ill svip­ur með Voldemort og ap­an­um litla. Ljós­mynd / skjá­skot Mirr­or
Sá stutti braggast með ágætum, og þykir líkjast illmenninu minna …
Sá stutti bragg­ast með ágæt­um, og þykir líkj­ast ill­menn­inu minna með hverj­um deg­in­um. Ljós­mynd / skjá­skot Mirr­or
mbl.is