Ný bók Nicolas Sarkozy á toppinn

Sarkozy áritar nýju bókina.
Sarkozy áritar nýju bókina. AFP

Ný bók sem Nicolas Sarkozy skrifaði í tilefni af framboði sínu til forseta Frakklands skaust á topp franska metsölulistans í dag.

Bókin All for France seldist í 32 þúsund eintökum fyrstu þrjá dagana á markaði, samkvæmt tímaritinu sem birtir listann, Livres Hebdo.

Önnur bók úr smiðju Sarkozy, France for Life, var gefin út í janúar. Hún hefur selst í 195 þúsund eintökum.

Hægrimaðurinn Sarkozy var forseti Frakklands á árunum 2007 til 2012 og vill núna endurheimta embættið.

Fylgi hans í skoðanakönnunum hefur aukist að undanförnu en hann hefur lagt áherslu á íslam og innflytjendamál í kosningabaráttu sinni.

Frétt mbl.is: Sarkozy sækist eftir forsetaembætti

mbl.is