Ísland á mikið undir átaki gegn mengun

00:00
00:00

Það er samn­ings­atriði Íslands og Evr­ópu­sam­bands­ins hversu mikið Ísland dreg­ur úr los­un gróður­húsaloft­teg­unda í tengsl­um við alþjóðlegt átak við að draga úr los­un gróður­húsaloft­teg­unda, sem bygg­ist á Par­ís­ar­sam­komu­lag­inu svo­nefnda.

Francois Hollande, forseti Frakklands, á loftslagsráðstefnunni í París í desember …
Franco­is Hollande, for­seti Frakk­lands, á lofts­lags­ráðstefn­unni í Par­ís í des­em­ber á síðasta ári. AFP

Árni Finns­son, formaður Nátt­úru­vernd­ar­sam­taka Íslands, seg­ir hvert þjóðríki þurfa að full­gilda Par­ís­ar­sam­komu­lagið á sínu þjóðþingi. Í til­felli Evr­ópu­sam­bands­ins þurfa þjóðrík­in hvert og eitt að full­gilda sam­komu­lagið sem ger­ir það að verk­um að Evr­ópu­sam­bandið er svifa­seint þegar kem­ur að full­gild­ingu Par­ís­ar­sam­komu­lags­ins.

„Þetta er mjög baga­legt fyr­ir ESB,“ seg­ir Árni. „Þeir vilja og hafa viljað vera for­ystu­ríki í lofts­lags­mál­um,“ seg­ir hann en það eru Aust­ur-Evr­ópu­lönd sem helst standa í vegi fyr­ir því að full­gild­ing­in gangi hratt og ör­ugg­lega fyr­ir sig.

Kína og Banda­rík­in búin að lög­festa sam­komu­lagið

180 ríki und­ir­rituðu sam­komu­lagið en aðeins 26 ríki hafa lokið full­gild­ingu, þar á meðal eru Kína og Banda­rík­in sem sam­an­lagt bera ábyrgð á los­un 40% gróður­húsaloft­teg­unda.

Árni bend­ir á að Ísland hafi ekki enn lög­fest sam­komu­lagið og tel­ur að ís­lensk stjórn­völd séu í eins kon­ar póker til þess að kaupa sér ein­hverja af­slætti gegn því að draga úr los­un gróður­húsaloft­teg­unda. „Ég held að þetta sé úr­elt­ur hugs­un­ar­gang­ur því Ísland á allt und­ir því að vinna bug á þessu,“ seg­ir Árni. „Súrn­un sjáv­ar er mjög al­var­legt mál og get­ur valdið um­tals­verðum skaða á líf­rík­inu sem við reiðum okk­ur á til að lifa á þessu skeri.“

Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtakanna.
Árni Finns­son, formaður Nátt­úru­vernd­ar­sam­tak­anna. mbl.is

Ut­an­rík­is­ráðherra dreifði þings­álykt­un­ar­til­lögu á föstu­dag. Árni fagn­ar því sem þar kem­ur fram þó að ein­hverj­ar at­huga­semd­ir megi gera við grein­ar­gerðina að hans sögn. Hann von­ast til þess að lokið verði við lög­fest­ingu á Alþingi fyr­ir 22. sept­em­ber þannig að ut­an­rík­is­ráðherra geti farið með góðu frétt­irn­ar út þegar Sam­einuðu þjóðirn­ar koma sam­an til fund­ar í New York 22. sept­em­ber.

Til þess að Par­ís­ar­sam­komu­lagið öðlist form­lega gildi þurfa 55 ríki sem láta sam­tals frá sér yfir 55 pró­sent af heild­ar­los­un gróður­húsaloft­teg­unda að full­gilda sam­komu­lagið. 

Ísland hef­ur þannig dágóða vigt að sögn Árna, eða 1,8 pró­sent af 55 ríkj­um. Þannig gætu ís­lensk stjórn­völd sýnt af sér sóma með því að ljúka full­gild­ingu hið fyrsta að sögn Árna sem bend­ir á að Nor­eg­ur hefði ekki dvalið lengi við þetta, þarlend stjórn­völd séu búin að ljúka full­gild­ingu og stefna að því að draga úr los­un gróður­húsaloft­teg­unda um 40 pró­sent.

Xi Jinping Kínaforseti og Barack Obama Bandaríkjaforseti takast í hendur …
Xi Jin­ping Kína­for­seti og Barack Obama Banda­ríkja­for­seti tak­ast í hend­ur eft­ir að rík­in tvö full­giltu Par­ís­ar­sam­komu­lagið. AFP
mbl.is

Bloggað um frétt­ina