„Erum að sýkja heimshöfin“

AFP

Hlýn­un jarðar hef­ur orðið til þess að heims­höf­in eru „sjúk­ari“ en nokkru sinni fyrr, stuðlar að út­breiðslu sjúk­dóma í dýr­um og mönn­um og ógn­ar mat­væla­ör­yggi í heim­in­um. Átta­tíu vís­inda­menn frá tólf lönd­um kom­ast að þess­ari niður­stöðu í nýrri skýrslu sem bygg­ist á um­fangs­mestu rann­sókn­inni til þessa á áhrif­um hlýn­un­ar­inn­ar á höf­in.

Einn höf­unda skýrsl­unn­ar, Dan Laffoley, seg­ir að höf­in hafi tekið til sín rúm 93% af hlýn­un­inni af völd­um lofts­lags­breyt­inga í heim­in­um frá átt­unda ára­tug ald­ar­inn­ar sem leið og það hafi haft mik­il áhrif á líf­ríki sjáv­ar.

Ógnar heilsu manna

Rann­sókn­in náði til allra helstu þátt­anna í líf­rík­inu, allt frá ör­ver­um til hvala. Meðal ann­ars kem­ur fram að svif, mar­glytt­ur og sjó­fugl­ar hafa færst um allt tíu breidd­ar­gráður í átt­ina að kald­ari sjó við heim­skaut­in. Laffoley tel­ur að þessi til­færsla í höf­un­um sé 1,5 til fimm sinn­um hraðari en til­færsl­an á líf­ver­um á landi. „Við erum að breyta árstíðunum í höf­un­um,“ hef­ur frétta­veit­an AFP eft­ir hon­um.

Hlýn­un­in ýtir und­ir súrn­un sjáv­ar og verður einnig til þess að sýkj­andi ör­ver­ur herja á stærri svæði í heims­höf­un­um. Vís­inda­menn­irn­ir segja að fram hafi komið vís­bend­ing­ar um að hlýn­un sjáv­ar sé byrjuð „að valda aukn­um sjúk­dóm­um í plönt­um og dýr­um“. Eitraður þör­unga­gróður, sem get­ur valdið tauga­sjúk­dóm­um, og sýkl­ar á borð við gerla sem valda kóleru ber­ast hraðar út í hlýj­um sjó og hlýn­un­in hef­ur því bein áhrif á heilsu manna, að sögn vís­inda­mann­anna.

Minnk­ar mat­væla­ör­yggi

Hlýn­un sjáv­ar hef­ur einnig stuðlað að því að kór­alrif eyðast nú hraðar en nokkru sinni fyrr og heim­kynni fiska eyðileggj­ast. Þetta hef­ur orðið til þess að ákveðnir fisk­stofn­ar hafa minnkað og dregið úr mat­væla­ör­yggi. „Gert er ráð fyr­ir því að sjáv­ar­afl­inn minnki um 10-30 af hundraði í Suðaust­ur-Asíu fyr­ir árið 2050, miðað við árin 1970-2000, vegna breyt­inga á dreif­ingu fisk­teg­unda,“ seg­ir í skýrsl­unni.

„Við vit­um öll að höf­in halda líf­inu á jörðinni gang­andi,“ hef­ur AFP eft­ir In­ger And­er­sen, fram­kvæmda­stjóra alþjóðlegu nátt­úru­vernd­ar­sam­tak­anna IUCN. „Samt erum við að sýkja höf­in.“

Vís­inda­menn segja niður­stöður skýrsl­unn­ar staðfesta þörf­ina á því að auka sem fyrst notk­un end­ur­nýj­an­legra orku­gjafa. 

AFP
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: