Ágúst jafnar mánaðargamalt hitamet

Uppþornaður bakki Yangtze-árinnar í Kína þar sem hitaviðvaranir voru gefnar …
Uppþornaður bakki Yangtze-árinnar í Kína þar sem hitaviðvaranir voru gefnar út tólf daga í röð frá miðjum ágúst. AFP

Meðal­hiti jarðar í ág­úst var ekki aðeins sá mesti í þeim mánuði frá því að mæl­ing­ar hóf­ust held­ur jafnaði hann júlí­mánuð sem hlýj­asti mánuður mæl­inga­sög­unn­ar sam­kvæmt töl­um banda­rísku geim­vís­inda­stofn­un­ar­inn­ar NASA. Töl­urn­ar koma nokkuð á óvart því vís­inda­menn töldu að toppi hefði verið náð í júlí í bili.

Ágúst var 0,98°C hlýrri en meðaltal ág­úst­mánaða árin 1951-1980. Þetta er því ell­efti mánuður­inn í röð sem set­ur met yfir hlý­indi sam­kvæmt töl­um Godd­ard-geim­rann­sókna­stöðvar NASA (GISS). Ef litið er til mæl­inga banda­rísku haf- og lofts­lags­stofn­un­ar­inn­ar (NOAA) hafa fimmtán síðustu mánuðir all­ir sett met fyr­ir sinn mánuð árs­ins, að því er seg­ir í frétt á vefn­um Clima­te Central.

Frétt mbl.is: Ekki hlýrra frá því að mæl­ing­ar hóf­ust

Síðari hluti síðasta árs og fyrri hluti þessa árs ein­kennd­ust af veður­fyr­ir­brigðinu El niño sem jók á þá hlýn­un sem á sér stað á jörðinni af völd­um los­un­ar manna á gróður­húsaloft­teg­und­um. El niño hef­ur hins veg­ar fjarað út og því töldu vís­inda­menn að júlí yrði síðasti mánuður­inn í bili sem setti hita­met enda nær meðal­hiti jarðar yf­ir­leitt há­marki sínu í þeim mánuði.

Línurit sem sýnir þróun meðalhita jarðar frá árinu 1880. Síðustu …
Línu­rit sem sýn­ir þróun meðal­hita jarðar frá ár­inu 1880. Síðustu tveir mánuðir skera sig sér­stak­lega út. graf/​NASA

Frá­vik hita­stigs í ág­úst var hins veg­ar svo mikið, enn meira en í júlí, að mánuður­inn jafnaði metið yfir heit­asta mánuðinn sem var sett í júlí. Stefn­ir því allt í að árið 2016 verði það hlýj­asta frá því að mæl­ing­ar hóf­ust.

Gavin Schmidt, for­stöðumaður GISS, legg­ur hins veg­ar áherslu á að það sé lang­tímaþróun meðal­hita jarðar sem skipti máli frek­ar en breyt­ing­ar á milli ein­stakra mánaða.

„Röðun mánaða sem er aðeins breyti­leg upp á nokkra hundraðshluta úr gráðu er í eðli sínu viðkvæm. Við leggj­um áherslu á að lang­tímaþró­un­in er mik­il­væg­ust til þess að skilja þær breyt­ing­ar sem hafa áhrif á plán­et­una okk­ar,“ seg­ir Schmidt í yf­ir­lýs­ingu vegna taln­anna sem voru birt­ar í gær.

Frétt Clima­te Central

mbl.is