Súrnun sjávar gæti ógnað þorski

Súrnun sjávar gæti haft veruleg áhrif á lífsbaráttu þorsklifra, samkvæmt …
Súrnun sjávar gæti haft veruleg áhrif á lífsbaráttu þorsklifra, samkvæmt nýrri rannsókn. mbl.is/RAX

Þorsk­ur gæti verið viðkvæm­ari fyr­ir súrn­un sjáv­ar en talið hef­ur verið. Ný rann­sókn þýskra vís­inda­manna bend­ir til þess að dán­artíðni þorskl­irfa auk­ist um allt að fjórðung við þær aðstæður sem spáð er að verði í haf­inu við alda­mót­in. Íslensk­ur sjáv­ar­líf­fræðing­ur seg­ir niður­stöðurn­ar slá­andi.

Auk þess að hlýna eru höf jarðar að súrna vegna los­un­ar manna á gróður­húsaloft­teg­und­um. Sjór­inn tek­ur upp kolt­ví­sýr­ing úr and­rúms­loft­inu og sýru­stig hans lækk­ar. Vís­inda­menn hafa haft áhyggj­ur af því að þessi súrn­un sjáv­ar hafi skaðleg áhrif á skeldýr eins og átu og ýmis krabba­dýr.

Rann­sókn þýsku vís­inda­mann­anna fyr­ir Nofima, norska rann­sókna­stofn­un á sviði sjáv­ar­út­vegs, land­búnaðar og mat­væla, bend­ir hins veg­ar til þess að stærri líf­ver­um eins og þorsk­in­um stafi einnig hætta af súrn­un sjáv­ar. Vís­inda­menn­irn­ir ólu þorskl­irf­ur úr tveim­ur ótengd­um stofn­um úr Bar­ents­hafi og Eystra­salti við sýru­stig sem spálíkön benda til að verði til staðar í höf­um jarðar árið 2100. Niðurstaðan var sú að dán­artíðni lirf­anna jókst um 8-24%.

Und­ir­strik­ar mik­il­vægi lofts­lagsaðgerða

Hrönn Eg­ils­dótt­ir, sjáv­ar­líf­fræðing­ur sem rann­sak­ar áhrif súrn­un­ar sjáv­ar á líf­ver­ur við Ísland, seg­ir rann­sókn­ina fyrst og fremst merki­lega fyr­ir þær sak­ir að fyrri rann­sókn­ir hafi al­mennt sýnt að full­orðnir fisk­ar séu ekki sér­lega viðkvæm­ir fyr­ir súrn­un.

„Þess vegna var al­mennt talið að fisk­ar væru al­mennt ekki svo viðkvæm­ir. Hins veg­ar hafa nýj­ustu rann­sókn­ir á fisk­um verið gerðar á lirfu­stig­um og hafa bent til þess að bein áhrif súrn­un­ar á fiska geti komið fram hjá ungviði,“ seg­ir hún.

Þessi áhrif geti meðal ann­ars komið fram á lykt­ar­skyni, hegðun og mynd­un vefjar. Grein um rann­sókn­ina birt­ist í vís­inda­vef­rit­inu PLOS One.

Þorskurinn er ein mikilvægasta útflutningsafurð Íslendinga.
Þorsk­ur­inn er ein mik­il­væg­asta út­flutn­ingsaf­urð Íslend­inga. mbl.is/ÞÖ​K

Hrönn bend­ir á að þegar niður­stöður til­rauna sem sýndu fram á aukna dán­artíðni lirfa voru tekn­ar til greina í líkani sem reikn­ar nýliðun í þorsk­stofn­un­um gaf það til kynna að við þess­ar framtíðaraðstæður minnkaði nýliðun um fjórðung vegna súrn­un­ar sjáv­ar í Bar­ents­hafi. Það sé afar hátt hlut­fall.

Rann­sókn­in er hins veg­ar ekki galla­laus. Hrönn seg­ir að betra hefði verið ef for­eldr­ar lifranna hefðu verið ald­ir við sömu aðstæður og þær en það hefði þýtt tölu­vert flókn­ari, stærri og dýr­ari til­raun.

„Þrátt fyr­ir þessa van­kanta eru niður­stöðurn­ar nokkuð slá­andi og gefa fullt til­efni til þess að und­ir­strika mik­il­vægi þess­ara aðgerða í lofts­lags­mál­um sem þurfa nú að fara í gang,“ seg­ir Hrönn.

Eng­in leið und­an súrn­un­inni

Súrn­un sjáv­ar sem fylgi­fisk­ur stór­felldr­ar los­un­ar manna á kolt­ví­sýr­ingi með bruna á jarðefna­eldsneyti er á ýms­an hátt erfiðari viður­eign­ar en hlýn­un­in sem er að verða í höf­un­um af sömu or­sök­um.

Talið er að sjáv­ar­líf­ver­ur geti að ein­hverju marki fært sig um set til að forðast hlýn­un hafs­ins. Hrönn nefn­ir sem dæmi að hum­ar við aust­ur­strönd Banda­ríkj­anna hafi fært sig norður á bóg­inn og hugs­an­legt sé að mak­ríll hafi leitað til Íslands vegna hlýn­un­ar sunn­ar í haf­inu.

Þegar kem­ur að súrn­un sjáv­ar geta líf­ver­urn­ar hins veg­ar ekki stokkið á flótta á sama hátt og þær færa sig vegna hlýn­un­ar.

„Þetta eru allt öðru­vísi breyt­ing­ar. Það er ekki þannig að lirf­urn­ar geti flúið eitt né neitt. Aðstæðurn­ar í um­hverfi þeirra munu breyt­ast,“ seg­ir hún.

Hrönn Egilsdóttir, sjávarlíffræðingur.
Hrönn Eg­ils­dótt­ir, sjáv­ar­líf­fræðing­ur. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Vanda­málið er enn meira aðsteðjandi í haf­inu kring­um Ísland en sunn­ar í höf­um. Kald­ur sjór tek­ur meira upp af kolt­ví­sýr­ingi úr and­rúms­loft­inu en hlýrri. Þannig hafa at­hug­an­ir sýnt að súrn­un hafs­ins, sér­stak­lega norðan við Ísland, gangi um 50% hraðar en sunn­ar í Atlants­hafi.

Hrönn seg­ir ómögu­legt að segja hvaða þýðingu súrn­un­in get­ur haft fyr­ir fiski­stofna Íslend­inga. Rann­sókn­in gefi hins veg­ar ærið til­efni til þess að huga að súrn­un sjáv­ar við rann­sókn­ir á þróun fiski­stofna til framtíðar.

„Þetta þarf að skoða miklu bet­ur en það er ljóst að bein áhrif súrn­un­ar á fiski­stofna gætu komið fram til lengri tíma litið,“ seg­ir hún.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina