Kviknakinn páfagaukur klæðist sérsaumaðri peysu

Eigandi Rheu litlu útbjó yfirhöfn fyrir hana.
Eigandi Rheu litlu útbjó yfirhöfn fyrir hana. Ljósmynd / skjáskot Instagram

Litli ástargauk­ur­inn Rhea er tals­vert ólík öðrum páfa­gauk­um, enda hef­ur hún eng­ar fjaðrir og er því kviknak­in.

Rhea fékk veiru­sýk­ingu sem olli var­an­leg­um fjaðramissi, auk þess sem ónæmis­kerfi henn­ar er veikt. Eig­anda henn­ar finnst hún þó gull­fal­leg og seg­ir hana bæði hressa og káta.

„Hún syng­ur all­an dag­inn, ná­grönn­um mín­um til lít­ill­ar gleði. Hún er reglu­lega há­vær, en hún er svo glöð að það er al­gert brjálæði,“ sagði Isa­bella Eisen­mann, eig­andi Rheu, í sam­tali við vef­inn The Dodo.

Þar sem Rhea er kviknak­in hef­ur Eisen­mann brugðið á það ráð að koma fyr­ir hita­peru fyr­ir ofan búr henn­ar, auk þess sem gauk­ur­inn klæðist stund­um peysu sem búin var til úr sokki, til að verj­ast kuld­an­um.

Fylgj­ast má með æv­in­týr­um Rheu litlu á In­sta­gram. Hún er tals­vert vin­sæl og á þegar þetta er skrifað tæp­lega 60 þúsund aðdá­end­ur.

mbl.is