Litli ástargaukurinn Rhea er talsvert ólík öðrum páfagaukum, enda hefur hún engar fjaðrir og er því kviknakin.
Rhea fékk veirusýkingu sem olli varanlegum fjaðramissi, auk þess sem ónæmiskerfi hennar er veikt. Eiganda hennar finnst hún þó gullfalleg og segir hana bæði hressa og káta.
„Hún syngur allan daginn, nágrönnum mínum til lítillar gleði. Hún er reglulega hávær, en hún er svo glöð að það er algert brjálæði,“ sagði Isabella Eisenmann, eigandi Rheu, í samtali við vefinn The Dodo.
Þar sem Rhea er kviknakin hefur Eisenmann brugðið á það ráð að koma fyrir hitaperu fyrir ofan búr hennar, auk þess sem gaukurinn klæðist stundum peysu sem búin var til úr sokki, til að verjast kuldanum.
Fylgjast má með ævintýrum Rheu litlu á Instagram. Hún er talsvert vinsæl og á þegar þetta er skrifað tæplega 60 þúsund aðdáendur.
A video posted by Rhea (@rhea_thenakedbirdie) on Aug 24, 2016 at 6:25am PDT