Samþykktu að fullgilda Parísarsamninginn

Þessi listilega gerðu epli voru gefin leiðtogum þeirra ríkja sem …
Þessi listilega gerðu epli voru gefin leiðtogum þeirra ríkja sem sóttu tímamótaráðstefnuna í París. AFP

Alþingi samþykkti í dag að heim­ila full­gild­ingu Par­ís­ar­samn­ings Sam­einuðu þjóðanna um lofts­lags­mál með öll­um greidd­um at­kvæðum. Þar með verður Íslands meðal fyrstu ríkj­anna til að full­gilda samn­ing­inn, sem öðlast gildi þegar a.m.k. 55 ríki með 55% af heims­los­un hafa full­gilt hann.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá ut­an­rík­is­ráðuneyt­inu.

Nú þegar hafa 28 ríki sem bera ábyrgð á tæp­lega 40% los­un­ar heims­ins full­gilt samn­ing­inn, þeirra á meðal Banda­rík­in og Kína.

„Samn­ing­ur­inn mark­ar sann­ar­lega tíma­mót. Hann gef­ur okk­ur von um ár­ang­ur í lofts­lags­mál­um því í Par­ís tókst að finna hina póli­tísku sátt sem lengi hafði vantað,“ er haft eft­ir Sigrúnu Magnús­dótt­ur um­hverf­is- og auðlindaráðherra í til­kynn­ing­unni.

„Það er ánægju­legt að Ísland skuli vera í hópi þeirra ríkja sem staðfesta full­gild­ingu sína á Alls­herj­arþingi SÞ nú í vik­unni og verði þannig í hópi þeirra 55 ríkja sem verða til þess að samn­ing­ur­inn taki gildi. Ég finn sterkt fyr­ir áhuga þjóða heims á Par­ís­ar­samn­ingn­um og hvað loft­lags­mál­in eru mik­il­væg öll­um þeim sem láta sig varða vel­ferð í heim­in­um.  Það er því sér­stakt ánægju­efni að Ísland hafi lagt sitt lóð á vog­ar­skál­arn­ar," seg­ir Lilja Al­freðsdótt­ir ut­an­rík­is­ráðherra.

mbl.is