#Brangelina setur allt á hliðina

Hjónin á meðan allt lék í lyndi.
Hjónin á meðan allt lék í lyndi. AFP

Skilnaður stjörnuparsins Angelinu Jolie og Brad Pitt hefur varla farið fram hjá neinum, en tíðindin virðast hafa sett internetið á hliðina.

Frétt mbl.is: Jolie sækir um skilnað frá Pitt

Netverjar keppast nú um að gera stólpagrín af skötuhjúunum, og hefur myllumerkið #Brangelina verið afar vinsælt undanfarnar klukkustundir.

Þá hefur leikkonan Jennifer Aniston verið dregin inn í umræðuna, en myndskeið af henni virðast vera gjöfult efni í netgrín.

Eins og margir vita voru Pitt og Aniston gift á sínum tíma, en þau skildu eftir að upp komst að Pitt hafði haldið við Jolie.







mbl.is