Enginn skipti sér af hrottafenginni árás

Kynbundið ofbeldi á Indlandi hefur verið til umfjöllunar fjölmiðla um …
Kynbundið ofbeldi á Indlandi hefur verið til umfjöllunar fjölmiðla um allan heim síðustu mánuði. AFP

Mikil reiði hefur blossað upp á Indlandi eftir að fréttir bárust af því að fjöldi vegfarenda hefði ekkert aðhafst er kona var stungin meira en tuttugu sinnum úti á fjölfarinni götu í Nýju-Delí.

Á upptökum úr öryggismyndavél sést þegar maður á mótorhjóli nálgast konu að nafni Karuna, 22 ára kennara úti á götu. 

Hann stakk hana oft og mörgum sinnum á meðan fólk gekk hjá og aðhafðist ekkert. Hann barði hana svo einnig í höfuðið og sparkaði í hana. Hún lést eftir árás mannsins.

Það var ekki fyrr en maður hugðist leggja á flótta að vegfarendur létu til sín taka og handsömuðu hann. Lögreglan hefur ákært manninn fyrir morð.

Lögreglan segir að maðurinn hafi eitt sinn verið nágranni konunnar og orðið hrifinn af henni. Hann hafi hins vegar verið giftur og konan því aldrei sýnt honum nokkurn áhuga.

Bróðir konunnar segir að maðurinn hafi oft sinnis áreitt hana og að fjölskyldan hafi tilkynnt það til lögreglunnar. Lögreglan segir að sátt hafi náðst í því máli.

Þetta er önnur árásin sem konur verða fyrir frá eltihrellum í höfuðborg Indlands á jafnmörgum dögum.

Frétt BBC.

Mbl.is varar við myndefninu sem fylgir Twitter-færslunni hér að neðan:

mbl.is