Ísland í „framljósum valtarans“

Höf jarðar hlýna og súrna vegna losunar manna á gróðurhúsalofttegundum …
Höf jarðar hlýna og súrna vegna losunar manna á gróðurhúsalofttegundum með margvíslegum áhrifum á viðkvæmt vistkerfi sjávar. mbl.is/Jónas Erlendsson

Á sama hátt og eyja­skeggj­ar í Kyrra­hafi hafa orðið póli­tísk­ir mál­svar­ar gegn hækk­un yf­ir­borðs sjáv­ar gætu Íslend­ing­ar öðlast áhrif á alþjóðavísu sem for­víg­is­menn gegn hlýn­un og súrn­un sjáv­ar, að mati sér­fræðings Alþjóðanátt­úru­vernd­ar­sam­bands­ins. Ísland sé í „fram­ljós­um valt­ar­ans“ þegar kem­ur að breyt­ing­um á höf­un­um.

Höf jarðar hafa tekið til sín um 93% af þeirri hnatt­rænu hlýn­un sem hef­ur átt sér stað á jörðinni vegna los­un­ar manna á gróður­húsaloft­teg­und­um frá 8. ára­tug síðustu ald­ar sam­kvæmt lofts­lags­nefnd Sam­einuðu þjóðanna (IPCC). Þar við bæt­ist að höf­in hafa tekið upp um fjórðung kolt­ví­sýr­ings­ins sem menn hafa dælt út í loft­hjúp­inn og hafa súrnað að sama skapi. Hvoru tveggja get­ur haft al­var­leg áhrif á viðkvæmt vist­kerfi sjáv­ar.

Dan Laffoley er sér­fræðing­ur í vist­kerf­um hafs­ins hjá Alþjóðanátt­úru­vernd­ar­sam­band­inu (IUCN) og einn höf­unda um­fangs­mestu skýrslu um áhrif hnatt­rænn­ar hlýn­un­ar á höf jarðar sem sam­bandið birti ný­lega. Hann hélt er­indi á fundi Nátt­úru­vernd­ar­sam­taka Íslands um vernd­un hafs­ins í gær og af­henti Guðna Th. Jó­hann­es­syni for­seta ein­tak af skýrsl­unni.

Frétt mbl.is: „Erum að sýkja heims­höf­in“

Til að setja hlýn­un sjáv­ar í sam­hengi nefndi Laffoley að út­reikn­ing­ar sýndu að ef sam­bæri­leg varma­orka hefði verið sett í neðstu tíu kíló­metra loft­hjúps jarðar og hef­ur verið gert við efstu tvo kíló­metra hafs­ins frá 8. ára­tug­in­um þá hefði það valdið hlýn­un um 36°C.

Orðin til­rauna­dýr í eig­in til­raun

At­hafnamaður­inn Elon Musk lýsti eitt sinn bruna manna á jarðefna­eldsneyti sem „heimsku­leg­ustu til­raun sög­unn­ar“. Laffoley greip einnig til sam­lík­ing­ar við til­raun í er­indi sínu. Til­raun sem menn hafi gert sjálfa sig að til­rauna­dýri í án þess að gera sér grein fyr­ir að til­raun­in væri í gangi. 

„Vand­inn er að þetta eru breyt­ing­ar sem er búið að festa í sessi. Við erum ekki leng­ur skeyt­ing­ar­laus­ir áhorf­end­ur held­ur höf­um við óaf­vit­andi sett okk­ur sjálf í þessa til­raun sem við erum nú að fá niður­stöðurn­ar úr,“ seg­ir Laffoley í viðtali við Mbl.is.

Hann vís­ar til þess að töf sé á því að af­leiðing­ar los­un­ar gróður­húsaloft­teg­unda komi fram. Þó að menn skæru los­un­ina niður í núll nú þegar þá tæki það fram til 2030-2050 fyr­ir af­leiðing­arn­ar að koma fram. Nái hlýn­un­in niður í haf­djúp­in gæti það tekið ára­tugi eða jafn­vel ald­ir að vinda ofan af henni.

Laffoley seg­ir að breyt­ing­arn­ar sem eru að verða á haf­inu nái ekki bara til kór­alrifja eða nokk­urra fiski­stofna sem færi sig um set held­ur hafi þær áhrif á allt vist­kerfi hafs­ins.

„Sama hvert er litið eiga breyt­ing­ar sér stað og við erum virki­lega illa und­ir þær bún­ar,“ seg­ir hann.

Höf þekkja stærstan hluta jarðarinnar og þau hafa tekið við …
Höf þekkja stærst­an hluta jarðar­inn­ar og þau hafa tekið við um 93% þeirr­ar hlýn­un­ar sem hef­ur átt sér stað síðustu ára­tugi. ljós­mynd/​NASA

Áhrif­in leggj­ast á eitt

Í er­indi sínu á fund­in­um í gær ræddi Laffoley um að sótt væri að haf­inu úr mörg­um átt­um á sama tíma. Auk hlýn­un­ar og súrn­un­ar vegna los­un­ar gróður­húsaloft­teg­unda ætti meng­un og of­veiði sér einnig stað.

„Þegar þú legg­ur súrn­un sjáv­ar ofan á hlýn­un færðu út verri niður­stöðu. Við völd­um núna kokteili áhrifa. Raun­veru­leik­inn er að það er óráðlegt að fara niður þessa braut. Ef maður ætl­ar að standa í til­raun­inni þá ætti maður að minnsta kosti að fjár­festa í rann­sókn­inni til að vita niður­stöðurn­ar. Við erum ekki að því,“ seg­ir hann við Mbl.is.

Menn hafi verið of lengi að bregðast við vand­an­um. Vitað hafi verið um hnatt­ræna hlýn­un í meira en öld og varað hafi verið við hlýn­un hafs­ins frá því á 6. ára­tug síðustu ald­ar. Það hafi ekki verið fyrr en í lofts­lags­samn­ingn­um sem ríki heims samþykktu í Par­ís í fyrra sem hafið fékk veiga­meiri sess í lofts­lagsum­ræðunni.

Lagði Laffoley áherslu á að þjóðir heims dragi úr los­un gróður­húsaloft­teg­unda strax og skipt­ist á þekk­ingu um áhrif breyt­ing­anna á jörðinni.

Dan Laffoley, sérfræðingur í vistkerfi hafsins hjá Alþjóðanáttúruverndarsambandinu (IUCN).
Dan Laffoley, sér­fræðing­ur í vist­kerfi hafs­ins hjá Alþjóðanátt­úru­vernd­ar­sam­band­inu (IUCN). ljós­mynd/​Danlaffoley.com

Rödd Íslands bær­ist víðar og breiðar

Ísland er á óþægi­leg­um hluta jarðar­inn­ar þegar kem­ur að lofts­lags­breyt­ing­um, að sögn Laffoley. Breyt­ing­arn­ar magn­ist við póla jarðar og í ná­grenni Íslands eigi stærstu breyt­ing­arn­ar á hita- og sýru­stigi sjáv­ar sér stað.

Laffoley seg­ist telja Ísland viðkvæmt fyr­ir breyt­ing­un­um en hann geti þó ekki sagt hversu viðkvæmt því Íslend­ing­ar þurfi sjálf­ir að ráðast í að greina stöðuna hér. Hann tel­ur Íslend­inga þó hafa mikla mögu­leika í stöðunni.

„Þið sitjið beint í fram­ljós­um valt­ar­ans ef svo má segja. Að því sögðu þá held ég að það sé margt sem hægt er að gera,“ seg­ir hann.

„Á sama hátt og eyja­skeggj­ar í Kyrra­hafi hafa orðið póli­tísk­ar radd­ir og mál­svar­ar vegna hækk­un­ar yf­ir­borðs sjáv­ar geta Íslend­ing­ar öðlast mik­il áhrif og at­hygli fyr­ir að vera póli­tísk­ir mál­svar­ar vegna hlýn­un­ar og súrn­un­ar sjáv­ar. Það myndi gefa því nýj­an kraft hversu vítt og breitt rödd Íslands heyr­ist,“ seg­ir Laffoley.

mbl.is