Brad Pitt æfur út í Jolie

Jolie og Pitt þegar allt lék í lyndi.
Jolie og Pitt þegar allt lék í lyndi. AFP

Brad Pitt er sagður æfur út í eiginkonu sína, Angelinu Jolie, sem sótti um skilnað frá honum á mánudaginn. Skilnaðurinn hefur vakið gríðarlega athygli, enda um ein frægustu hjón veraldar að ræða.

Samkvæmt fréttum TMZ er Pitt ævareiður út í Jolie, en hann er sagður ósáttur við þær sögur að hann eigi við áfengis- og kannabisfíkn að etja, sem og reiðistjórnunarvanda.

Þá er hann einnig sagður vera fokillur við Jolie fyrir að koma fjölskyldunni í þessar erfiðu aðstæður, en mikið fjölmiðlafár hefur skapast í kringum málið og er heimili hjónanna í Los Angeles umkringt ljósmyndurum.

Leikarinn sendi í gær frá sér yfirlýsingu þar sem hann bað fjölmiðla um að gefa börnum sínum rými á þessum erfiðu tímum.

Þó að leikarinn sé fokillur vegna fjölmiðlafársins gleðjast líklega framleiðendur nýjustu kvikmyndar hans, Allied, en fyrsta stiklan úr myndinni var gerð opinber skömmu eftir að fregnir bárust af skilnaðinum.

mbl.is