„Ég hef áhyggjur af Angie og börnunum“

Feðginin töluðust ekki við lengi vel.
Feðginin töluðust ekki við lengi vel. Ljósmynd / skjáskot Daily Mail

Faðir Angelinu Jolie, leikarinn Jon Voight, hefur tjáð sig um skilnað dóttur hans við leikarann Brad Pitt.

„Þetta er mjög sorglegt,“ sagði Jon Voight, faðir Angelinu Jolie, í samtali við Inside Edition þegar hann var spurður frétta af skilnaðinum.

„Eitthvað alvarlegt hlýtur að hafa komið upp á fyrst að Angie tekur slíka ákvörðun,“ sagði leikarinn og bætti við að hann vissi ekki hvað það gæti verið. Enn fremur hvatti hann aðdáendur til að biðja fyrir hjónakornunum.

„Ég hef áhyggjur af Angie og börnunum, og hitti þau vonandi bráðlega.“

Samband Jolie og Voight hefur verið stormasamt, en þau hættu að talast við eftir að leikarinn hélt því fram í viðtali að Jolie ætti við alvarleg andleg veikindi að stríða. Jolie gagnrýndi hann svo fyrir að hafa haldið fram hjá móður sinni, Marcheline Bertrand. Feðginin sættust svo árið 2010, en þá höfðu þau ekki talast við í átta ár.

mbl.is