Munaðarlaus kóalabjörn bræðir hjörtu

Shayne litli saknar móður sinnar, og fékk því tuskudýr til …
Shayne litli saknar móður sinnar, og fékk því tuskudýr til að kúra með. Ljósmynd / skjáskot Facebook

Lífið hef­ur ekki leikið við hinn unga kóala­björn, Shayne, en hann missti móður sína eft­ir að ekið var á hana. Mik­il mildi þykir að Shayne hafi sloppið óskaddaður frá slys­inu, en hann hélt sér í bak móður sinn­ar þegar óhappið varð.

Björn­inn litli var flutt­ur á dýra­spítala, þar sem starfs­fólk hlú­ir að hon­um, en þó að hann hafi ekki hlotið nein lík­am­leg meiðsl sakn­ar hann móður sinn­ar.

 „Hann er að eiga við móður­missinn, auk þess sem hann er að læra á lífið svo hann geti spjarað sig úti í nátt­úr­unni. Það er mik­il mildi að Shayne var bjargað, því hann hefði ekki lifað einn dag í nátt­úr­unni á hans aldri,“ sagði Rosie Booth, for­stjóri Austr­alia Zoo Wild­li­fe dýra­spítal­ans, í frétta­til­kynn­ingu.

Shayne er und­ir stöðugu eft­ir­liti starfs­fólks dýra­spítal­ans sem sinn­ir öll­um hans lík­am­legu þörf­um. Starfs­fólkið hug­ar þó einnig að fé­lags­leg­um þörf­um litla bjarn­ar­ins, og brugðu á það ráð að út­vega hon­um tusku­dýr til að kúra með, en dýrið er í líki kóala­bjarn­ar.

Frétt The Dodo

Snáðinn litli braggast ágætlega.
Snáðinn litli bragg­ast ágæt­lega. Ljós­mynd / skjá­skot Face­book
Shayne litli hefur brætt ansi mörg hjörtu eftir komu sína …
Shayne litli hef­ur brætt ansi mörg hjörtu eft­ir komu sína á dýra­spítal­ann. Ljós­mynd / skjá­skot Face­book
mbl.is