Pitt ætlar í hart

Angelina Jolie og Brad Pitt standa í skilnaði.
Angelina Jolie og Brad Pitt standa í skilnaði. AFP

Brad Pitt er sagður ætla að berjast fyrir forræði yfir börnum sínum sex, en eins og flestir vita standa hann og Angelina Jolie í skilnaði um þessar mundir.

Jolie sótti um skilnað frá Pitt á mánudaginn, og sagði ástæðuna vera ósættanlegan ágreining. Hún fer einnig fram á fullt forræði yfir börnum þeirra sex, en segist vilja að Pitt fái umgengnisrétt.

Samkvæmt frétt Mirror leggst þetta ekki vel í leikarann, sem vill fá sameiginlegt forræði yfir börnunum.

Skilnaðarlögfræðingurinn Laura Wasser fer með mál Jolie, en hún varði einnig leikarann Johnny Depp þegar hann skildi við Amber Heard, auk þess sem hún starfaði fyrir Britney Spears á sínum tíma.

Eignir hjónanna eru umtalsverðar, en samkvæmt frétt People er auður þeirra er metinn á 500 milljónir Bandaríkjadala, sem samsvarar tæpum 58 milljörðum íslenskra króna.

Eins og áður sagði eiga Jolie og Pitt sex börn, en þau eru á aldrinum 15 til átta ára.

mbl.is