„Skiptum bara í fjöru!“

Kjaradeila sjómanna og útgerðarmanna er í hnút.
Kjaradeila sjómanna og útgerðarmanna er í hnút. mbl.is/Sigurgeir Sigurðsson

„Útgerðirn­ar hafa hafnað öll­um sátta­boðum, sem er mjög sér­kenni­legt. Ég veit ekki að hverju þeir eru að róa, hvort þeir trúi því hrein­lega ekki að sjó­menn muni boða vinnu­stöðvun eða hvort þeir hafa eitt­hvað uppi í erm­inni. Við bara vit­um það ekki,“ seg­ir Jón­as Garðars­son, formaður Sjó­manna­fé­lags Íslands. „Ég held þeir tali ekk­ert við okk­ur, ekki af viti alla vega, fyrr en þeir sjá fram­an í það að karl­arn­ir eru klár­ir í slag­inn.“

At­kvæðagreiðsla um vinnu­stöðvun sjó­manna hófst 20. sept­em­ber og stend­ur til 17. októ­ber. Kjósi sjó­menn að fara í verk­fall mun það hefjast 10. nóv­em­ber kl. 23. Um 800 sjó­menn eru fé­lags­menn í Sjó­manna­fé­lagi Íslands.

Öllum kröf­um sjó­manna á fiski­skip­um hafnað

„Staðan hjá fiski­mönn­um er sú að það er ekki verið að ræða sam­an af neinu viti. Á síðasta fundi milli Sjó­manna­sam­bands Íslands og Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi, SFS, var öll­um kröf­um fiski­manna ein­fald­lega hafnað,“ seg­ir Berg­ur Þorkels­son, stjórn­ar­maður fé­lags­ins og gjald­keri.

SFS var boðinn samn­ing­ur sem fól í sér tvær breyt­ing­ar frá nú­ver­andi fyr­ir­komu­lagi. Önnur breyt­ing­in fól í sér af­nám á ný­smíðaálagi, sem trygg­ir út­gerðum 10% af­slátt af laun­um sjó­manna í 7 ár eft­ir að nýtt skip er tekið í notk­un, og hin að út­gerðir myndu greiða sjó­mönn­um á fiski­skip­um or­lofs- og des­em­berupp­bót utan skipta. Þeir benda á að all­ir launþegar á markaðnum, þar með tald­ir sjó­menn sem vinna á tíma­kaupi, eigi rétt á or­lofs- og des­em­berupp­bót – nema sjó­menn á fiski­skip­um.

Því til­boði hafi út­gerðar­menn um­svifa­laust hafnað og þá sé ekki mikið eft­ir til að vinna með. „Þeir komu með gagn­til­boð upp á 10.000 króna auka­hækk­un á kaup­trygg­ingu fiski­manna,“ seg­ir Berg­ur og bæt­ir við að slíkt sé bara of lítið til að skipta nokkru máli.

Grimmi­leg­ar kröf­ur út­gerðarmanna

Jón­as og Berg­ur segj­ast enga til­finn­ingu hafa fyr­ir því hver lík­leg niðurstaða kosn­ing­ar­inn­ar gæti orðið. „Það er of snemmt að segja til um það,“ seg­ir Jón­as. „Menn kjósa bara um það hvort þeir vilji leggja niður störf þenn­an til­tekna dag, og ef þeir segja nei þá bara helst ástandið óbreytt. Þeir eru bún­ir að hafna okk­ar kröf­um og þar við sit­ur.“

Sjómenn á nýjum skipum greiða hluta launa sinna í sérstakt …
Sjó­menn á nýj­um skip­um greiða hluta launa sinna í sér­stakt ný­smíðaálag til út­gerðar sinn­ar. mbl.is/​Sig­urður Bogi Sæv­ars­son

Á sín­um tíma hafi kjara­deila út­gerðarmanna og sjó­manna farið til Rík­is­sátta­semj­ara vegna þess að út­gerðar­menn hafi vísað henni þangað. „Þeir voru með grimmi­leg­ar kröf­ur á sjó­menn á lækk­un launa, veik­ingu á slysa­rétti og fleira og fleira. Þeir fóru svo í at­kvæðagreiðslu með það fyr­ir aug­um að setja á okk­ur verk­bann til að knýja það fram. En eitt­hvað hef­ur þeim láðst að skoða heimalandið sitt þar, því þetta var fellt í at­kvæðagreiðslunni hjá þeim,“ seg­ir Jón­as.

Brostn­ar for­send­ur

„Þeir voru þarna bún­ir að vísa þessu til Rík­is­sátta­semj­ara en olíu­verð og auðlinda­gjaldið var auðvitað allt annað þá en það er í dag. Hvort tveggja hef­ur lækkað stór­lega síðan og út­gjöld út­gerðarmanna hafa þess vegna lækkað sem því nem­ur,“ bæt­ir Berg­ur við. „Fyrr­ver­andi rík­is­sátta­semj­ari sagði okk­ur það að rétt­ast væri að vísa deil­unni úr húsi. Auðlinda­gjaldið hefði lækkað og olíu­verð sömu­leiðis, og þar af leiðandi væru for­send­ur út­gerðarmanna fyr­ir kröf­um þeirra ein­fald­lega brostn­ar.“

Af hverju ekki skipt í fjöru?

Berg­ur seg­ir að „þegar litið er til þess að und­an­far­in ár hef­ur þró­un­in verið sú að skatt­ar hafa verið hækkaðir, sjó­manna­afslátt­ur­inn af­num­inn og út­gerðir skilað millj­arði króna í hagnað hverja viku árs­ins, sé und­ar­legt að sjó­menn fái sí­fellt minna í sinn hlut af heild­arafla­verðmæti skipa sinna. „Við vær­um al­veg til í óbreytta samn­inga frá 1830, sem fel­ur í sér að afla verði skipt í fjöru og sjó­menn fái þannig í sinn hlut fjórða hvern fisk. Það væri bara stór­gott. En það taka þeir ekki í mál.“

Sjó­manna­deild Verka­lýðsfé­lags Akra­ness tek­ur í sama streng og hvet­ur alla sína fé­lags­menn til að samþykkja verk­fall til að knýja á um bætt kjör.

mbl.is