Frekari kröfur um framsal valds

„Við stöndum andspænis þeirri þróun á vettvangi Evrópusambandsins að það …
„Við stöndum andspænis þeirri þróun á vettvangi Evrópusambandsins að það er verið að fela sérstökum stofnunum hlutverk og valdheimildir í æ ríkara mæli. Sú þróun mun væntanlega halda áfram." mbl.is/Hjörtur

Viðbúið er að áfram­hald­andi aðild Íslands að samn­ingn­um um Evr­ópska efna­hags­svæðið (EES) þýði að fleiri til­felli komi upp þar sem gerð verði krafa um að vald­heim­il­ir verði fram­seld­ar til evr­ópskra stofn­ana. Þetta seg­ir Skúli Magnús­son, dós­ent við laga­deild Há­skóla Íslands, í sam­tali við mbl.is. Vís­ar hann þar til þings­álykt­un­ar sem til af­greiðslu er á Alþingi þess efn­is að Ísland gang­ist und­ir fjár­mála­eft­ir­lit Evr­ópu­sam­bands­ins eins og til stend­ur að laga það að EES-samn­ingn­um.

Frétt mbl.is: Meira framsal en nokk­ur dæmi eru um

Skúli vann álits­gerð um viðfangs­efnið að beiðni fjár­málaráðuneyt­is­ins og ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins þar sem hann kemst að þeirri niður­stöðu að þær gerðir sem til stend­ur að taka upp í EES-samn­ing­inn um evr­ópskt fjár­mála­eft­ir­lit rúm­ist inn­an þess ramma sem sett­ur er í stjórn­ar­skránni en þar er einkum um að ræða 2. grein­in um þrískipt­ingu rík­is­valds­ins. Álits­gerðin bygg­ir á þeirri nálg­un sem upp­haf­lega var lögð til grund­vall­ar þegar Ísland und­ir­gekkst samn­ing­inn.

Skúli Magnússon, dósent við Háskóla Íslands.
Skúli Magnús­son, dós­ent við Há­skóla Íslands.

Björg Thora­sen­sen, laga­pró­fess­or við Há­skóla Íslands, sagði í sam­tali við mbl.is í gær að hún teldi að ekki yrði lengra haldið í að teygja á stjórn­ar­skránni í þess­um efn­um en þegar væri orðið og að framsal vald­heim­ilda sem evr­ópskt fjár­mála­eft­ir­lit kallaði á sam­rýmd­ist því henni ekki. Þessu er Skúli ekki sam­mála. Hann tek­ur þó und­ir að það valdi ákveðnum stjórn­skipu­legu vanda vegna EES-samn­ings­ins að ekki sé fyr­ir hendi ákvæði í stjórn­ar­skrá sem heim­ili valda­framsal.

Stofn­un­um falið vald­heim­ild­ir í æ rík­ari mæli

„Við stönd­um and­spæn­is þeirri þróun á vett­vangi Evr­ópu­sam­bands­ins að það er verið að fela sér­stök­um stofn­un­um hlut­verk og vald­heim­ild­ir í æ rík­ara mæli. Sú þróun mun vænt­an­lega halda áfram," seg­ir Skúli. Á sama tíma sé meiri áhugi á virku eft­ir­liti og fram­kvæmd og stofn­un­um þá jafn­vel treyst fyr­ir því að móta nán­ari viðmið og fram­kvæmd inn­an ein­hvers ramma, yf­ir­leitt í ein­hvers kon­ar sam­vinnu við eft­ir­lits­stjórn­völd aðild­ar­ríkj­anna. Fleiri slík­ar stofn­an­ir séu í far­vatn­inu hjá Evr­ópu­sam­band­inu.

„Þessi þróun hef­ur þýðingu fyr­ir Evr­ópska efna­hagassvæðið. Við höf­um inn­leitt efn­is­rétt­inn á sviði fjár­málaþjónstu og eng­inn er að tala um annað en að við höld­um því áfram. En þá stend­ur þetta eft­ir­lit eft­ir. Ég held að það sé al­ger­lega á hreinu að mark­miðið með eins­leitni, á þessu sviði og öðrum þar sem svipað fyr­ir­komu­lag er til staðar, næst ekki nema við föll­umst á og inn­leiðum þessi eft­ir­lit­s­kerfi. Þannig að þetta er krefj­andi spurn­ing hversu langt sé hægt að ganga,“ seg­ir hann aðspurður.

Frétt mbl.is: Verður ekki lengra kom­ist

Skúli seg­ir að þar skipti miklu máli hvernig staðið hafi verið að því að aðlaga fjár­mála­eft­ir­litið að EES-samn­ingn­um. Samið hafi verið um að fella það und­ir tveggja stoða kerfi samn­ings­ins í stað þess að EFTA/​EES-rík­in færu und­ir eft­ir­lit stofn­ana Evr­ópu­sam­bands­ins. Þess í stað sé Eft­ir­lits­stofn­un EFTA (ESA) ætlað að fara með eft­ir­litið gagn­vart þeim.

Skúli er ósam­mála Björgu um að aðkoma ESA sé í raun aðeins forms­atriði þar sem stofn­un­in hafi til að mynda neit­un­ar­vald í þess­um efn­um og full­trú­ar EFTA-stoðar­inn­ar komi að gerð þeirra til­lagna sem lagðar séu fyr­ir hana. Eft­ir­lits­stofn­un EFTA og EFTA/​EES-rík­in hafi því raun­hæfa mögu­leika á því að hafa áhrif á efni þess­ara ákv­arðana auk þess sem rík­in geti stöðvað ákvörðun ef þau telja hana ógna veru­leg­um efna­hags­leg­um hags­mun­um sín­um.

mbl.is