Kannast þú við gaukinn?

Facebook

Lít­ill gul­ur páfa­gauk­ur flaug inn í flug­skýli Reykja­vík Helecopters í morg­un og eru starfs­menn fyr­ir­tæk­is­ins að reyna að hafa upp á eig­and­an­um. Kann­ast þú við gauk­inn?

„Heyrst hef­ur að á flug­völl­inn sæki ekki bara „vél fugl­ar“, held­ur af öll­um stærðum og gerðum, Eins og þessi litli sæti guli páfa­gauk­ur sem á sér kannski þann draum að verða þyrluflugmaður, en fyr­ir nokkr­um mín­út­um síðan heim­sótti hann Reykja­vík Helicopters,“ seg­ir á Face­book-síðu fyr­ir­tæk­is­ins.

Verið er að reyna  að finna hans rétta heim­ili með hjálp frá Face­book. Sím­inn hjá Reykja­vík Helicopter er 589 1000 en eins er hægt að hafa sam­band á Face­book.

mbl.is