Lögreglan segist ekki vera að rannsaka Pitt

Lögreglan segist ekki vera að rannsaka Brad Pitt.
Lögreglan segist ekki vera að rannsaka Brad Pitt. AFP

Fyrr í dag greindi TMZ, og fleiri miðlar, frá því að lögreglan væri að rannsaka meint brot leikarans Brad Pitt gegn börnum hans.

Samkvæmt frétt miðilsins var leikaranum gert að sök að hafa gengið berserksgang í einkaþotu sinni og veist að börnunum.

Lögreglan í Los Angeles kannast þó ekki við að hafa fengið málið inn á borð til sín og hafa talsmenn hennar sent frá sér yfirlýsingar vegna fréttanna.

„Við komumst að þessu eftir að hafa fengið símtöl í morgun. Við höfðum því samband við þær deildir sem myndu fara með rannsókn málsins og þær sögðust ekki vera að rannsaka Pitt,“ sagði talsmaður lögreglunnar í samtali við dagblaðið Independent.

Lögreglufulltrúinn Jenny Houser sagði auk þess í samtali við fréttastofu Fox: „Við erum ekki að rannsaka Brad Pitt fyrir nokkurskonar misnotkun eða illa meðferð á börnum hans. Engar ásakanir hafa komið fram í okkar kjördæmi.“

Frétt Mirror

Brad Pitt og Angelina Jolie ásamt þremur af börnunum þeirra.
Brad Pitt og Angelina Jolie ásamt þremur af börnunum þeirra. AFP
mbl.is