Nær ómögulegt loftslagsmarkmið

Sumir vísindamenn segja að markmið um 1,5°C hlýnun geti dreift …
Sumir vísindamenn segja að markmið um 1,5°C hlýnun geti dreift athygli loftslagsaðgerða og fært áhersluna yfir á óraunhæfar tæknilegar lausnir frekar en á að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. AFP

Tor­sótt og jafn­vel ómögu­legt verður að ná mark­miðinu sem samþykkt var í Par­ís­ar­sam­komu­lag­inu í lofts­lags­mál­um um að halda hlýn­un jarðar vel inn­an við 2°C og helst inn­an við 1,5°C að mati sér­fræðinga. Sum­ir vís­inda­menn telja að 1,5°C hlýn­un gæti jafn­vel verið orðinn veru­leiki inn­an ára­tug­ar.

Þjóðarleiðtog­ar samþykktu það viðmið að halda hnatt­rænni hlýn­un vegna los­unn­ar manna á gróður­húsaloft­teg­und­um inn­an við 2°C miðað við tíma­bilið fyr­ir iðnbylt­ingu á lofts­lags­fundi Sam­einuðu þjóðanna í Kaup­manna­höfn árið 2009. Þó að slík hlýn­un hefði veru­lega breyt­ing­ar í för með sér gæfi það mögu­leika á að forðast al­verstu af­leiðing­ar lofts­lags­breyt­inga.

Miðað við nú­ver­andi los­un stefn­ir hins veg­ar allt í að hlýn­un­in verði nær 3°C fyr­ir lok þess­ar­ar ald­ar sem hefði gríðarleg áhrif á líf manna og gæti þurrkað út fjölda teg­unda lífs. Því kom það vís­inda­mönn­um veru­leg á óvart þegar lofts­lags­fund­ur­inn í Par­ís samþykkti að bæta við ákvæði um að stefna að því að halda hlýn­un inn­an við 1,5°C ef mögu­legt er.

„Eins og er höf­um við aðeins ör­fá­ar sviðsmynd­ir sem skila okk­ur þangað og það eru allt jaðarniður­stöður,“ seg­ir Val­erie Mas­son-Delmotte, lofts­lags­vís­indamaður við Pier­re Simon Laplace-stofn­un­ina í Par­ís um 1,5°C-mark­miðið.

Þegar kom­in lang­leiðina að 1,5°C hlýn­un

Hún var á meðal nokk­urra helstu lofts­lags­fræðinga heims sem komu sam­an í Oxford í vik­unni til þess að ræða lofts­lags­mark­miðin. Þeir vinna nú að sam­an­tekt­ar­skýrslu fyr­ir lofts­lags­nefnd SÞ (IPCC) um metnaðarfyllra mark­miðið.

„Slæmu frétt­irn­ar eru að við erum þegar kom­in tvo þriðju hluta leiðar­inn­ar þangað,“ seg­ir Jim Hall, for­stöðumaður Um­hverf­is­breyt­inga­stofn­un­ar Oxford-há­skóla sem hélt ráðstefn­una. Hann bend­ir á að árið í fyrra, sem var það hlýj­asta frá því að mæl­ing­ar hóf­ust, hafi verið heilli gráðu hlýrra en fyr­ir 150 árum.

Rich­ard Betts, yf­ir­maður rann­sókn­ar á áhrif­um lofts­lags­breyt­inga hjá bresku veður­stof­unni, var­ar við því að fyrsta árið sem sé 1,5°C hlýrra en tíma­bilið fyr­ir iðnbylt­ingu gæti orðið inn­an ára­tug­ar.

Aðrir vís­inda­menn benda á að mark­miðið um 1,5°C hlýn­un gæti af­vega­leitt stefnu­mót­un og stjórn­mála­menn gætu seilst til þess að leita til óraun­hæfra tækni­legra lausna til að soga kolt­ví­sýr­ing úr loft­hjúpn­um frek­ar en að skera veru­lega niður los­un á gróður­húsaloft­teg­und­um.

Kevin And­er­son, aðstoðarfor­stöðumaður Tyndall-miðstöðvar­inn­ar í lofts­lags­rann­sókn­um, er einn þeirra og bend­ir á að slík­ar tækni­leg­ar lausn­ar séu aðeins á til­rauna­stigi og gætu jafn­vel valdið ann­ars kon­ar vanda­mál­um.

mbl.is