Vilji til fundar með Björgu

Birgir Ármannsson og Ögmundur Jónasson ræða saman á Alþingi
Birgir Ármannsson og Ögmundur Jónasson ræða saman á Alþingi mbl.is/Styrmir Kári

Vilji er í stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd Alþing­is til að funda með Björgu Thor­ar­en­sen, pró­fess­or í stjórn­skip­un­ar­rétti, vegna fyr­ir­hugaðrar inn­leiðing­ar evr­ópskra reglna um fjár­mála­eft­ir­lit.

Hætt var við at­kvæðagreiðslu um málið á Alþingi í gær vegna mót­mæla stjórn­ar­and­stöðunn­ar og málið í kjöl­farið rætt í nefnd­inni. Í sam­tali við mbl.is á miðviku­dag sagði Björg að eft­ir­lits­heim­ild­irn­ar fælu í sér of víðtækt framsal vald­heim­ilda með hliðsjón af stjórn­ar­skrá.

Birg­ir Ármanns­son, vara­formaður stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar, seg­ir í um­fjöll­un um málið í Morg­un­blaðinu í dag, að skipt­ar skoðanir um málið séu ekki nýj­ar af nál­inni, en hann ger­ir ráð fyr­ir að málið verði af­greitt fyr­ir kosn­ing­ar.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: