Fregnir herma að leikarahjónin Angelina Jolie og Brad Pitt hafi gert með sér kaupmála sem gerir það að verkum að auðvelt verður að deila eignum þeirra.
Líkt og fram kemur í frétt Daily Mail eru auðæfi þeirra eru metin á 400 milljónir Bandaríkjadali, sem samsvarar tæplega 46 milljörðum íslenskra króna.
Þá er því haldið fram að erjurnar muni aðallega standa um börnin sex, en Jolie hefur farið fram á forræði yfir þeim. Fregnir herma einnig að Pitt vilji fá sameiginlegt forræði yfir börnunum, í stað þess að fá aðeins umgengnisrétt líkt og Jolie krefst.
Eins og áður sagði eru eignir hjónanna umtalsverðar, en þau eiga 12 hús. Þar af eru sjö í eigu Pitts, tvö í eigu Jolie en þrjú eiga þau í sameiningu.