Kolefnisgjald 80% of lágt til að vernda loftslagið

Kolefnisgjald sem ýmis ríki hafa tekið upp er ekki nógu …
Kolefnisgjald sem ýmis ríki hafa tekið upp er ekki nógu hátt til þess að skila árangri til að vernda loftslag jarðar. AFP

Gjald sem ýms­ar þjóðir hafa lagt á út­blást­ur kolt­ví­sýr­ings er um það bil 80% of lágt til þess að það nýt­ist sem skyldi til að verja lofts­lag jarðar­inn­ar. Í nýrri skýrslu Efna­hags- og fram­fara­stofn­un­ar­inn­ar (OECD) kem­ur fram að kol­efn­is­gjald á 90% los­un­ar þjóða sé und­ir lág­marks­viðmiði og að ekk­ert gjald sé lagt á full 60% los­un­ar­inn­ar.

Kol­efn­is­gjald þarf lík­lega að hækka í að minnsta kosti 30 evr­ur á tonn sam­kvæmt niður­stöðum skýrsl­unn­ar sem bygg­ist á grein­ingu á sex teg­und­um iðnaðar í 41 ríki. Ef fleiri þjóðir myndu leggja frek­ari metnað í að rukka fyr­ir meng­un til að jafn­ast á við miðgildi ríkj­anna mætti brúa bilið upp í þá upp­hæð um 53% sam­kvæmt frétt Bloom­berg af skýrsl­unni.

„Ef all­ir legðu meira af mörk­um þannig að þeir jafn­ist á við miðgildi land­anna þá myndi það breyta miklu,“ seg­ir Dav­id Bra­dbury, for­stöðumaður skatta­stefnu- og töl­fræðisviðs OECD við Bloom­berg. 

Skýrsl­an er sögð til­raun til þess að sýna ríkj­um fram á að þau geti sett sér metnaðarfyllri mark­mið í lofts­lags­mál­um án þess að skaða hag­kerfi sín í sam­an­b­urði við önn­ur lönd. Hún náði til þeirra ríkja sem standa fyr­ir 80% af los­un mann­kyns­ins á gróður­húsaloft­teg­und­um sem valda hnatt­rænni hlýn­un og lofts­lags­breyt­ing­um, þar á meðal Banda­ríkj­anna, Kína, Evr­ópu og Bras­il­íu.

Kol­efn­is­gjald og markaður með los­un­ar­heim­ild­ir fyr­ir fyr­ir­tæki eru á meðal leiða sem lagðar hafa verið til svo draga megi úr los­un manna á gróður­húsaloft­teg­und­um og forðast verstu af­leiðing­ar lofts­lags­breyt­inga. Með þeim hætti verði þeir sem standa fyr­ir los­un­inni látn­ir greiða fyr­ir meng­un­ina sem þeir valda.

Í frétt Bloom­berg er hins veg­ar bent á að verð á los­un­ar­heim­ild­um í Evr­ópu hafi farið niður í 3,87 evr­ur fyrstu vik­una í þess­um mánuði og hafði það ekki verið lægra í tvö ár. Verðið hafi verið 4,51 evr­ur í gær.

Sam­kvæmt skýrslu lofts­lags­nefnd­ar Sam­einuðu þjóðanna sem birt­ist á föstu­dag hafi markaði með kol­efn­is­los­un­ar­heim­ild­ir ekki tek­ist að drífa áfram fjár­fest­ingu í vist­vænni tækni.

Kol­efn­is­gjald var tekið upp á Íslandi árið 2009 en var lækkað um eitt pró­sentu­stig í byrj­un árs 2014.

Frétt Bloom­berg af skýrslu OECD

mbl.is

Bloggað um frétt­ina