Loftslagsarfleið Obama að veði í dómsmáli

Áætlun Obama um hreina orku felur í sér að starfsemi …
Áætlun Obama um hreina orku felur í sér að starfsemi kolaorkuvera í Bandaríkjunum drægist verulega saman og endurnýjanlegir orkugjafar ryðji sér frekar til rúms. AFP

Horn­steinn lofts­lagsaðgerða Baracks Obama Banda­ríkja­for­seta kem­ur til kasta dóm­stóla í dag. Tekið verður fyr­ir hvort að um­hverf­is­stofn­un lands­ins hafi farið fram úr vald­heim­ild­um sín­um þegar hún setti regl­ur sem skylda ríki til að draga úr los­un gróður­húsaloft­teg­unda.

Áætl­un Obama um hreina orku (e. Cle­an Power Plan) kveður á um að dregið verði úr los­un gróður­húsaloft­teg­unda um 30% miðað við 2005 fyr­ir árið 2030. Um­hverf­is­stofn­un­in gaf út regl­ur árið 2014 sem skylda stjórn­völd í ein­stök­um ríkj­um til að leggja fram áætlan­ir um hvernig þau ætla að ná því mark­miði.

Frétt mbl.is: Draga veru­lega úr starf­semi kola­orku­vera

Í áætl­un­inni felst einnig að veru­lega verði dregið úr starf­semi kola­orku­vera. Rík­in og fyr­ir­tæk­in geta náð mark­miðinu með að byggja upp end­ur­nýj­an­lega orku­gjafa eins og sól­ar-, vind- og kjarn­orku.

Af­drifa­ríkt fyr­ir lofts­lagsaðgerðir vest­an­hafs

Hóp­ur rík­is­sak­sókn­ara 27 ríkja ásamt nokkr­um kola­fyr­ir­tækj­um, veitu­fyr­ir­tækj­um og stór­um hópi þing­manna Re­públi­kana­flokks­ins fóru með málið fyr­ir dóm­stóla. Krafa þeirra er að áætl­un­in um hreina orku verði felld úr gildi þar sem um­hverf­is­stofn­un­in hafi farið út fyr­ir vald­heim­ild­ir. Sak­sókn­ar­arn­ir segja að málið snú­ist ekki um and­stöðu við aðgerðirn­ar sem slík­ar held­ur hvort að rík­is­stofn­un geti tekið fram fyr­ir hend­urn­ar á ein­stök­um ríkj­um við laga­setn­ing­ar.

Auk um­hverf­is­stofn­un­ar­inn­ar verða til andsvara fyr­ir áfrýj­un­ar­dóm­stóli á Col­umb­ia-svæðinu nokk­ur helstu nátt­úru­vernd­ar­sam­tök Banda­ríkj­anna, lofts­lags­fræðing­ar og jafn­vel tæknifyr­ir­tæki eins og Apple sem styðja stofn­un­ina í mál­inu, að sögn Washingt­on Post.

Áætl­un Obama um hreina orku er lyk­ilþátt­ur fyr­ir Banda­rík­in í að ná þeim mark­miðum sem þau settu sér fyr­ir Par­ís­ar­sam­komu­lagið í lofts­lags­mál­um. Niðurstaða dóms­máls­ins get­ur því haft af­drifa­rík­ar af­leiðing­ar fyr­ir lofts­lagsaðgerðir Banda­ríkj­anna.

Úrræði til að kom­ast hjá and­stöðu re­públi­kana

Ástæðan fyr­ir því að svo veiga­mik­ill þátt­ur í lofts­lags­áætl­un for­set­ans var fram­kvæmd með því að láta um­hverf­is­stofn­un Banda­ríkj­anna setja reglu­gerð frek­ar en með laga­frum­varpi var andstaða re­públi­kana gegn hvers kyns aðgerðum í lofslags­mál­um. Af­neit­un á lofts­lags­vís­ind­um hef­ur verið land­læg í röðum þeirra und­an­far­in ár en þeir hafa nú meiri­hluta í báðum deild­um Banda­ríkjaþings.

Í ljósi þess­ar­ar and­stöðu og brýnn­ar nauðsynj­ar þess að draga hratt úr los­un gróður­húsaloft­teg­unda til þess að forðast verstu af­leiðing­ar lofts­lags­breyt­inga sem hún veld­ur brá for­set­inn á það ráð að láta um­hverf­is­stofn­un­ina setja regl­ur til að draga úr los­un. Sú heim­ild bygg­ist á dómi Hæsta­rétt­ar Banda­ríkj­anna frá ár­inu 2007 þar sem staðfest var að um­hverf­is­stofn­un­in hefði heim­ild til að setja regl­ur um los­un kolt­ví­sýr­ings í sam­ræmi við lög­in um hrein loft (e. Cle­an Air Act).

And­stæðing­ar reglna um­hverf­is­stofn­un­ar­inn­ar full­yrða að þær gangi lengra en lög­in um hreint loft kveði á um. 

Hæstirétt­ur frestaði réttaráhrif­um regln­anna í fe­brú­ar þrátt fyr­ir að málið hafi ekki komið form­lega inn á borð hans. Málið kem­ur nú til kasta fjöl­skipaðs áfrýj­un­ar­dóm­stóls. Ekki er bú­ist við því að hann kom­ist að niður­stöðu fyrr en eft­ir for­seta­kosn­ing­arn­ar í nóv­em­ber.

Frétt Washingt­on Post

mbl.is