„Sem skilnaðarbarn get ég aðeins sagt að þetta séu hræðilegar fréttir fyrir börn þeirra, en það er allt og sumt sem maður getur sagt,“ sagði leikarinn Justin Theroux þegar hann var spurður út í hjónaskilnað Brad Pitt og Angelinu Jolie, en Theroux er núverandi eiginmaður Jennifer Aniston.
„Það er leiðinlegt að tjá sig um aðra þætti málsins. Fólk er að ganga í gegnum erfiðleika og það er hræðilegt.“
Líkt og fram kemur í frétt Mirror var leikarinn var ekki ánægður með að vera dreginn inn í fjölmiðlafárið í kringum Brangelinu, enda er hann í óða önn að kynna nýjustu kvikmynd sína The Girl on the Train.
„Fólk hefur endalausan áhuga á slúðri, þótt það viðurkenni það ekki. Það eru mikilvægari hlutir til að hafa áhyggjur af.“