Brad Pitt á ekki sjö dagana sæla þessa dagana, enda stendur hann í skilnaði við eiginkonu sína Angelinu Jolie.
Í dag átti leikarinn að vera viðstaddur sýningu á nýjustu mynd sinni, Voyage of Time, en Pitt er einn af framleiðendum hennar.
Í gær sendi leikarinn þó frá sér yfirlýsingu þar sem hann sagðist vilja einbeita sér að fjölskyldu sinni og myndi því ekki verða viðstaddur.
„Ég er afar þakklátur fyrir að hafa fengið að vera hluti af svo töfrandi og fræðandi verkefni, en um þessar mundir á fjölskyldulíf mitt alla mína athygli. Ég vil ekki draga athygli frá svo einstakri mynd, sem ég hvet alla til að sjá.“
Frétt Mirror