Fregnir herma að Angelina Jolie, sem sótti um skilnað frá Brad Pitt á dögunum, hafi farið fram á að halda ýmsum skartgripum og öðrum persónulegum munum.
Líkt og fram kemur í frétt Hollywood Reporter eru skartgripir leikkonunnar ekki af verri endanum, og eru þeir gríðarlega verðmætir. Þá er trúlofunarhringurinn sem Pitt gaf Jolie á sínum tíma metinn á 250 þúsund Bandaríkjadali, eða tæpar 29 milljónir íslenskra króna.
Hringurinn er þó ekki það eina sem má finna í skartgripaboxi leikkonunnar, en leikkonan sést reglulega á rauða dreglinum hlaðin dýrgripum. Sumir gripirnir eru í hennar eigu, en aðra fær hún lánaða.
Árið 2009 skartaði leikkonan til að mynda stærðarinnar smaragðseyrnalokkum úr smiðju Lorraine Schwartz á frumsýningu, en þeir eru metnir á 2,5 milljónir dollara, eða rúmar 287 milljónir króna.
Áður hefur verið greint frá því að hjónin hafi gert með sér kaupmála, og ekki verði erfitt að skipta eigum þeirra.
Frétt mbl.is: Barist verður um börnin