Íhaldsmenn treysta ekki vísindamönnum

Frjálslyndir og íhaldsmenn eru ósammála um loftslagsmál en eru þó …
Frjálslyndir og íhaldsmenn eru ósammála um loftslagsmál en eru þó ásáttir um að vilja efla vind- og sólarorku. AFP

Stjórn­mála­skoðanir Banda­ríkja­manna eru ráðandi þátt­ur í af­stöðu þeirra til lofts­lags­mála. Ný skoðana­könn­un sýn­ir að frjáls­lynd­ir eru mun lík­legri til þess að treysta vís­inda­mönn­um um lofts­lags­breyt­ing­ar en íhalds­menn. Aðeins 36% svar­enda hafa mikl­ar áhyggj­ur af lofts­lags­mál­um.

Af­neit­un á lofts­lags­vís­ind­um hef­ur verið land­læg á hægri væng banda­rískra stjórn­mála síðustu árin og staðfest­ir könn­un Pew-rann­sókn­ar­stofn­un­ar­inn­ar sem gerð var á meðal 1.500 Banda­ríkja­manna um allt land það.

Þannig sögðust 70% frjáls­lyndra demó­krata „treysta lofts­lags­vís­inda­mönn­um mikið til að leggja fram ít­ar­leg­ar og ná­kvæm­ar upp­lýs­ing­ar um or­sak­ir lofts­lags­breyt­inga,“ eins og spurn­ing­in var orðuð. Aðeins 15% íhalds­samra re­públi­kana voru sama sinn­is.

Ríf­lega helm­ing­ur frjáls­lyndra sögðust telja lofts­lags­vís­inda­menn hafa mjög góðan skiln­ing á or­sök­um lofts­lags­breyt­inga og 55% töldu að víðtæk­ur sam­hljóm­ur væri á meðal vís­inda­mann­anna um þær. Á móti töldu 11% re­públi­kana að góður skiln­ing­ur væri til staðar á or­sök­un­um og 16% að ein­ing væri um þær.

Re­públi­kan­ar voru einnig mun lík­legri til að telja að ann­ar­leg­ar hvat­ir byggju að baki hjá vís­inda­mönn­un­um. Þannig töldu 57% vilja vís­inda­mann­anna til að ná starfs­frama hafa oft­ast áhrif á niður­stöður þeirra um lofts­lags­mál og 54% að stjórn­mála­skoðanir þeirra hefðu áhrif. Aðeins 16% frjáls­lyndra demó­krata voru sömu skoðunar.

Vís­indaþekk­ing hef­ur ekki áhrif á re­públi­kana

Flokka­drætt­ir komu ekki síður í ljós þegar spurt var um lausn­ir á lofts­lags­vand­an­um. Fleiri en þrír af hverj­um fjór­um demó­kröt­um töldu það breyta miklu að tak­marka los­un orku­vera á gróður­húsaloft­teg­und­um sem valda hnatt­rænni hlýn­un en aðeins inn­an við þriðjung­ur re­públi­kana. 

Hlut­föll­in voru svipuð þegar kom að gagn­semi alþjóðasátt­mála til að draga úr los­un gróður­húsaloft­teg­unda. Rétt rúm­ur fjórðung­ur re­públi­kana taldi þá gera gagn á móti 71% demó­krata.

Sami klofn­ing­ur átti við um hert­ar regl­ur um eldsneyt­isnýtni bif­reiða, græna skatta og fram­lag ein­stak­linga til að draga úr los­un.

Vís­inda­læsi fólks hafði al­mennt ekki af­ger­andi áhrif á skoðanir þess á lofts­lags­mál­um sam­kvæmt könn­un­inni. Cary Funk, aðstoðarfram­kvæmda­stjóri rann­sókna hjá Pew, seg­ir að vís­indaþekk­ing demó­krata virðist hafa áhrif á skoðanir þeirra á lofts­lags­mál­um og trausti á vís­inda­mönn­um en ekki re­públi­kana.

„Til dæm­is eru demó­krat­ar sem eru með mikla vís­indaþekk­ingu sér­stak­lega lík­legri til að trúa því að jörðin sé að hlýna vegna aðgerða manna, að telja vís­inda­menn hafa góðan skiln­ing á lofts­lags­breyt­ing­um og að treysta upp­lýs­ing­um lofts­lags­vís­inda­manna um or­sak­ir lofts­lags­breyt­inga en re­públi­kan­ar með mikla vís­indaþekk­ingu eru hvorki lík­legri né ólík­legri til að hafa þess­ar skoðanir,“ seg­ir Funk.

Könn­un­in leiddi þó í ljós að nokk­ur þver­póli­tísk sátt virðist vera um stuðning við sól­ar- og vindorku. Þannig sögðust 89% svar­enda vilja fleiri sól­ar­orku­ver og 83% vildu fleiri vindorku­ver.

mbl.is