Jolie og börnin í sálfræðimeðferð

Brad Pitt og Angelina Jolie á meðan allt lék í …
Brad Pitt og Angelina Jolie á meðan allt lék í lyndi. AFP

Rúmar tvær vikur eru síðan Angelina Jolie sótti um skilnað frá eiginmanni sínum, leikaranum Brad Pitt. Heimurinn fór á hliðina þegar fregnirnar bárust og hefur mikið fjölmiðlafár verið í kringum fjölskylduna.

Tímaritið People hefur greint frá því að Leikkonan og börn þeirra hjóna hafi hafið meðferð hjá sálfræðingi, enda sé þetta mikið áfall fyrir fjölskylduna.

Jolie og börnin héldu fyrst um sinn til í leiguhúsnæði í Malibu, en leikkonan fékk tímabundið forræði yfir börnunum.

„Þau yfirgáfu ekki leiguhúsnæðið dögum saman. Það var erfitt fyrir þau öll, börnin eru vön því að hafa meira fyrir stafni svo það hefur reynst þeim erfitt að hafast við í húsinu.“

Entertainment Tonight hefur greint frá því að fjölskyldan hafi þó yfirgefið húsið í Malibu og flutt í glæsihús í Hidden Hills hverfinu í Kaliforníu.

mbl.is