„Ísland ætti að gera miklu meira“

Ban Ki-moon sagði á blaðamannafundi í dag að Ísland ætti …
Ban Ki-moon sagði á blaðamannafundi í dag að Ísland ætti að vera leiðandi þegar kemur að sjálfbærri orku. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Ísland ætti að gera miklu meira í bar­átt­unni við lofts­lags­breyt­ing­ar. Þetta sagði Ban Ki-moon, aðal­rit­ari Sam­einuðu þjóðanna, á blaðamanna­fundi sem fram fór í Hörp­unni í dag. Ki-moon er hér á landi á þingi Arctic Circle – Hring­borðs norður­slóða, sem haldið er um helg­ina.

„Ísland er skín­andi fyr­ir­mynd á öll­um sviðum hvað þetta varðar,“ sagði Ki-moon og bætti við að landið væri lítið og ekki valda­mikið en það gæti oft og tíðum haft marga kosti í för með sér. Á sviði sjálf­bærr­ar orku og í bar­átt­unni gegn lofts­lags­breyt­ing­um gæti landið verið leiðandi.

Ísland geti verið leiðandi

Ki-moon sagði öll lönd hafa mik­il­vægu hlut­verki að gegna í lofts­lags­mál­um, en Ísland gæti lagt meira af mörk­um en mörg önn­ur lönd. Vegna fjölda jökla og auðlinda hér á landi væri hægt að nýta nátt­úr­una á sjálf­bær­an hátt. „Ísland hef­ur svo mikla nátt­úru sem get­ur verið leiðandi í sjálf­bærri orku í heim­in­um,“ sagði hann og bætti við að lofts­lags­breyt­ing­ar væru aðeins byrj­un­in.

„Við búum í erfiðum heimi en við höf­um sýnt merki um betri framtíð. Við biðjum Ísland og fólk á Íslandi að leggja miklu meira af mörk­um til að gera framtíðina okk­ar á þess­um hnetti betri.“

Ban Ki-moon tók í dag við Arctic Circle-verðlaununum sem voru …
Ban Ki-moon tók í dag við Arctic Circle-verðlaun­un­um sem voru nú veitt í fyrsta sinn. mbl.is/Ó​feig­ur Lýðsson

Risa­stórt skref fyr­ir mann­kynið

Mik­il­vægt væri að ríki heims­ins nýttu sér þann meðbyr sem mynd­ast hefði í kjöl­far lofts­lags­ráðstefn­unn­ar í Par­ís. Eins og kunn­ugt er samþykktu sendi­nefnd­ir 195 þjóða sögu­legt sam­komu­lag í Par­ís í lok síðasta árs til að reyna að vinda ofan af lofts­lags­breyt­ing­um sem or­sakað hafa hlýn­un jarðar. Sam­komu­lagið fel­ur m.a. í sér áætl­an­ir um varn­ir gegn áhrif­un­um. 

Til­gang­ur sam­komu­lags­ins er að halda hlýn­un jarðar „vel inn­an við“ 2°C og að kepp­ast að því að hún verði ekki meiri en 1,5°C ef mögu­legt er. Nú hafa 74 lönd full­gilt samn­ing­inn, sem mun öðlast gildi 4. nóv­em­ber. „Það er risa­stórt skref fyr­ir mann­kynið til að tak­ast á við vand­ann,“ sagði Ki-moon.

„Við treyst­um á fram­lag Íslands“

Þá sagði hann að Ólaf­ur Ragn­ar Gríms­son hefði sinnt mik­il­vægu hlut­verki sem formaður Arctic Circle síðan hann lauk starfi sínu sem for­seti Íslands. Það starf gæti haft mik­il áhrif til framtíðar. Ki-moon studdi stofn­un Hring­borðsins á sín­um tíma og sendi ávarp á fyrsta þing þess í Reykja­vík. „Við þurf­um að halda áfram og við treyst­um á fram­lag Íslands.“ 

Samn­ing­ur­inn var und­ir­ritaður fyr­ir Íslands hönd í apríl, en við und­ir­rit­un­ina sagði Sigrún Magnús­dótt­ir, um­hverf­is- og auðlindaráðherra að Ísland myndi leggja sig fram við að hrinda mark­miðum Par­ís­ar­samn­ings­ins í fram­kvæmd. End­ur­nýj­an­leg orka væri notuð við hit­un og raf­magns­fram­leiðslu á Íslandi, en draga yrði úr los­un frá öðrum upp­sprett­um. Íslensk stjórn­völd styddu við upp­bygg­ingu innviða fyr­ir raf­bíla og ynnu að minnk­un los­un­ar frá sjáv­ar­út­vegi og land­búnaði í sam­vinnu við at­vinnu­lífið. Mik­il­vægt væri að vinna að kol­efn­is­bind­ingu úr and­rúms­loft­inu jafn­framt því að draga úr los­un. Ísland myndi efla skóg­rækt og land­græðslu, en á heimsvísu væri mik­il­vægt að berj­ast gegn eyðimerk­ur­mynd­un.

Ban Ki-moon og Ólafur Ragnar Grímsson við athöfnina í dag.
Ban Ki-moon og Ólaf­ur Ragn­ar Gríms­son við at­höfn­ina í dag. mbl.is/Ó​feig­ur Lýðsson

Vel­semi norður­slóðasam­fé­laga í húfi

Á fundi fyrr í dag var Ki-moon veitt Arctic Circle-verðlaun­in, sem voru nú veitt í fyrsta sinn. Ólaf­ur Ragn­ar Gríms­son af­henti verðlaun­in og sagði við af­hend­ing­una að Ki-moon væri með skýra framtíðar­sýn og að hann hafi í störf­um sín­um sýnt ótrú­lega stjórn­visku og hug­rekki. Verðlaun­in eru veitt ein­stak­ling­um, stofn­un­um eða sam­tök­um sem hafa beitt sér fyr­ir mál­efn­um norður­slóða. Ki-moon sagðist við af­hend­ing­una vera þakk­lát­ur fyr­ir að hafa fengið að taka þátt í því að gera heim­inn að ör­ugg­ari og sjálf­bær­ari stað, sér­stak­lega fyr­ir kom­andi kyn­slóðir.

Sagði Ki-moon í ræðu sinni við af­hend­ing­una að hlýn­un á norður­slóðum væri að ger­ast hraðar en ann­ars staðar á jörðinni. Ef hlýn­un jarðar væri um 2° gæti það þýtt hlýn­un um 4-5° á norður­slóðum. „Nú verðum við að breyta orðum í verk, og hrinda samn­ingn­um í fram­kvæmd,“ sagði hann. Rík­is­stjórn­ir allra landa þyrftu að taka þátt og heim­ur­inn yrði að sam­ein­ast til að vinna bug á vand­an­um. Þá sagði hann að sam­fé­lags­miðlar væru mik­il­væg­ur vett­vang­ur fyr­ir al­menn­ing til að þrýsta á rík­is­stjórn­ir um að fram­fylgja sín­um skuld­bind­ing­um hvað þetta varðar.

„Þetta er mik­il­væg stund fyr­ir norður­slóðir. Þið eruð að tak­ast á við af­leiðing­arn­ar af aukn­um ferðamanna­straumi, aukn­um sigl­ing­um, stjórn­un fisk­veiða og sam­keppni um olíu- og gasauðlind­ir. Vel­semi norður­slóðasam­fé­laga er í húfi,“ sagði Ki-moon. „Við höf­um ekki plan B því við höf­um ekki plán­etu B.“

Frétt mbl.is: Ræðir um áhrif leiðtoga­fund­ar­ins

Ki-moon mun ávarpa ráðstefnu í Há­skóla Íslands í dag þar sem þess er minnst að þrjá­tíu ár eru liðin frá fundi Reaga­an og Gor­bachev. Þá fundaði hann með Sig­urði Inga Jó­hanns­syni for­sæt­is­ráðherra í dag þar sem rædd voru lofts­lags­mál, mál­efni norður­slóða, heims­mark­mið um sjálf­bæra þróun og jafn­rétt­is­mál. Í til­kynn­ingu frá for­sæt­is­ráðuneyt­inu seg­ir að Sig­urður Ingi hafi þakkað Ki-moon fyr­ir hans mikla og góða starf við að gera heim­inn betri og ör­ugg­ari.

mbl.is