„Það er baráttuhugur í mönnum“

Vilhjálmur Birgisson segir sjómenn sæta ósanngjörnum frádrætti og mál sé …
Vilhjálmur Birgisson segir sjómenn sæta ósanngjörnum frádrætti og mál sé að linni. mbl.is/Steinar H

Nú stend­ur yfir at­kvæðagreiðsla hjá aðild­ar­fé­lög­um Sjó­manna­sam­bands Íslands þar sem kosið er um vinnu­stöðvun. Verði hún samþykkt hefst verk­fall sjó­manna 10. nóv­em­ber næst­kom­andi. Vil­hjálm­ur Birg­is­son, formaður Verka­lýðsfé­lags Akra­ness, seg­ir góða kjör­sókn og bar­áttu­hug í sínu fólki.

Sjó­menn hafa sýnt lang­lyndi en þetta er orðið gott

„Sjó­menn hafa verið kjara­samn­inga­laus­ir frá 1. janú­ar 2011,“ seg­ir Vil­hjálm­ur. „Ég leyfi mér að full­yrða að þeir hafi sýnt lang­lyndi í þess­um efn­um. Ég veit ekki um neina aðra vinn­andi stétt hér á landi sem hef­ur verið kjara­samn­inga­laus yfir svo langt tíma­bil og nú þetta bara orðið gott.“

Hann bend­ir á að rík­is­stjórn Jó­hönnu Sig­urðardótt­ur og Stein­gríms J. Sig­fús­son­ar hafi af­numið sjó­manna­afslátt­inn í nokkr­um þrep­um og nú hafi hann al­farið lagst af. En hverj­ar eru helstu kröf­ur sjó­manna í þess­ari deilu milli sjó­manna og út­gerða sem nú stend­ur yfir?

Ný­smíðaálagið er eins­dæmi

„Fyrst má nefna ný­smíðaálagið svo­kallaða. Það fel­ur bara ósköp ein­fald­lega í sér að sjó­menn þurfa að sæta 10% frá­drætti á laun sín sem renn­ur til út­gerðar­inn­ar. Þá lít­ur dæmið þannig út að sjó­maður sem hef­ur heild­ar­tekj­ur upp á millj­ón á mánuði greiðir hvorki meira né minna en 100.000 krón­ur beint aft­ur til út­gerðar­inn­ar. Það ger­ir 1,2 millj­ón­ir yfir árið,“ seg­ir Vil­hjálm­ur. „Það væri áhuga­vert að sjá viðbrögð flug­manna ef þeim yrði til­kynnt að þeir skyldu greiða 10% af sín­um laun­um til flug­fé­lags­ins, svo það gæti nú end­ur­nýjað flug­véla­flot­ann sinn. Ég er hrædd­ur um að flug­menn yrðu ekki glaðir með það. En það þurfa sjó­menn að þola,“ bæt­ir hann við.

Vil­hjálm­ur held­ur áfram: „Svo er það sjó­manna­afslátt­ur­inn. Við erum veru­lega ósátt­ir með að hann hafi verið af­num­inn án þess að nokkuð komi í staðinn. Eins má nefna mönn­un­ar­mál­in. Það hef­ur fækkað gríðarlega í stétt­inni und­an­far­in ár, á sama tíma og út­gerðirn­ar hagn­ast sem aldrei fyrr. Svo er fleiri atriði sem við höf­um til­tekið og sett fram kröf­ur um og vilj­um sjá verða að veru­leika.“

Tengt efni: Skipt­um bara í fjöru!

Sjómenn kjósa nú um vinnustöðvun. Kjörsókn er góð og menn …
Sjó­menn kjósa nú um vinnu­stöðvun. Kjör­sókn er góð og menn til­bún­ir í slag­inn. mbl.is/​Al­fons Finns­son

Hreinn hagnaður út­gerðanna millj­arður á viku all­an árs­ins hring

Hann bend­ir á að und­an­far­in ár hafi út­gerðir hagn­ast all­veru­lega og nemi nú hreinn hagnaður út­gerðanna um millj­arði hverja viku árs­ins: „52 millj­arðar á ári í hrein­an hagnað hlýt­ur að gefa út­gerðum svig­rúm til að hlúa bet­ur að þeim sem fyr­ir þær vinna. Ég er ekk­ert hrif­inn af því að ríkið sé með putt­ana í öllu sem ger­ist í at­vinnu­líf­inu alltaf hreint, en það gef­ur auga leið að all­ir græða á því að vel sé hlúð að hinum vinn­andi stétt­um. Þeir eru enda grund­völl­ur þess hagnaðar sem út­gerðirn­ar eru að sýna, sjó­menn­irn­ir. Útgerðirn­ar eru byggðar á vinnu sjó­manna. Þeir eru bak­beinið í þessu og halda uppi þess­ari starf­semi.“

Menn eiga að vera vel tryggðir

Ný­lega kom fram í viðtali 200 mílna við Jón­as Þór Jónas­son hæsta­rétt­ar­lög­mann að út­gerðir væru sum­ar hverj­ar farn­ar að gera tíma­bundna ráðning­ar­samn­inga við sjó­menn fyr­ir hverja veiðiferð fyr­ir sig í því skyni að firra sig bóta­ábyrgð ef til óvinnu­færni kæmi vegna frí­tíma­slysa. Vil­hjálm­ur seg­ir flest­ar stóru út­gerðirn­ar hafa sinnt sín­um skyld­um vel í þessu sam­bandi, „en það er grafal­var­legt mál ef þetta er verklagið sem menn viðhafa. Menn eiga að vera tryggðir og við mun­um fylgj­ast með gangi þess­ara mála okk­ar meg­in frá. Það er al­veg klárt.“

Hann seg­ir ástandið nú þannig vaxið að hann hafi enga trú á öðru en að menn muni láta sverfa til stáls ef ekki stend­ur til að mæta þeim kröf­um sem sjó­menn hafa lagt fram við SFS. „Ég trúi því að það sé þarna svig­rúm. Það hlýt­ur að vera gott fyr­ir alla aðila að menn fái sann­gjarnt end­ur­gjald fyr­ir sína vinnu. Það þýðir þá aukn­ar tekj­ur í formi skatts til rík­is og sveit­ar­fé­laga og til sam­fé­lags­ins í heild. Við vit­um að svig­rúmið er þarna og menn ætla að standa á því sem er rétt. Það er bara þannig,“ seg­ir Vil­hjálm­ur Birg­is­son.

mbl.is