Tveir lögreglumenn skotnir til bana

Lögreglumaður að störfum í Bandaríkjunum.
Lögreglumaður að störfum í Bandaríkjunum. AFP

Tveir lögreglumenn voru skotnir til bana og einn særðist er þeir brugðust við útkalli vegna heimilisofbeldis í Palm Springs í Kaliforníu.

Skotum var hleypt af eftir að tveir lögreglumenn fóru inn á heimili eftir að hafa fengið tilkynningu frá konu um að sonur hennar væri að valda ónæði.

„Maðurinn neitaði að opna dyrnar og hótaði að skjóta lögreglumennina í gegnum lokaðar dyr,“ sagði lögreglustjórinn Bryan Reyes við blaðamenn.

Um tíu mínútum eftir að þeir brugðust við útkallinu óskuðu lögreglumennirnir eftir neyðaraðstoð og sögðu að skotum hefði verið hleypt af.

„Þetta voru heimiliserjur og byssumaðurinn ákvað að hefja skothríð,“ sagði Reyes. „Ég er vakandi í miðri matröð núna.“

Þrír lögreglumenn særðust í skothríðinni og voru fluttir á sjúkrahús þar sem tveir þeirra létust.

Í dag misstum við tvo hugrakka lögreglumenn,“ sagði hann. „Þeir fara út á hverjum degi og klæða sig í stígvélin til þess að aðstoða fólk í þessu samfélagi. Þeir gáfu allt sem þeir áttu fyrir ykkur.“

Árásarmaðurinn er enn ekki fundinn.

mbl.is