Af uppboðshugmyndum og veiðigjaldapælingum

Já, sjómennskan er ekkert grín.
Já, sjómennskan er ekkert grín. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Á vefsvæði Sam­fylk­ing­ar­inn­ar kem­ur fram stefna flokks­ins sé að vilja bjóða út fisk­veiðikvóta. Þannig sé al­menn­ingi best tryggðar tekj­ur af sam­eig­in­legri auðlind þjóðar­inn­ar.

Eins og fram kom í um­fjöll­un grein­ing­ar­deild­ar Ari­on­banka gæti þjóðarbúið þó setið uppi með lak­ari sjáv­ar­út­veg­fyr­ir­tæki og of­mat á virði kvóta ef svo­kölluð upp­boðsleið verður far­in.

Fyrri frétt 200 mílna: Samþjöpp­un fylg­ir útboðsleið

Kem­ur þar fram að þótt ríkið muni til skamms tíma fá aukn­ar tekj­ur af nýt­ingu auðlind­ar­inn­ar, þá sé leik­ur­inn ójafn vegna ólíkr­ar stöðu fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi. Að mati grein­ing­ar­deild­ar Ari­on banka er einnig lík­legt að upp­boðsleiðin, verði hún far­in, muni flýta fyr­ir samþjöpp­un í sjáv­ar­út­vegi þvert á stefnu um sjáv­ar­út­veg um land allt.

Reynsla annarra þjóða af upp­boðsleiðinni óskemmti­leg

Þessi spá grein­ing­ar­deild­ar Ari­on banka raun­gerðist í öll­um meg­in­at­riðum hjá þeim þjóðum sem reyndu fyr­ir sér með útboð á afla­heim­ild­um á und­an Fær­eyj­um. Eft­ir tvö til þrjú ár var slík­um til­raun­um snar­lega hætt og horfið aft­ur til kerf­is sem byggði á veiðireynslu, líkt og fram kom í þess­ari frétt 200 mílna um reynslu annarra þjóða af ágæti upp­boðsleiðar­inn­ar.

Áhuga­vert er einnig að líta til þess að í fær­eysku upp­boðunum voru það tvö fé­lög sem tryggðu sér 95% af fisk­veiðikvót­an­um í Bar­ents­hafi og þrjú fé­lög sem nældu í 85% upp­sjáv­ar­kvót­ans. Verður að telja slíka niður­stöðu falla í það minnsta bæri­lega að því sem grein­ing­ar­deild Ari­on banka spáði varðandi aukna samþjöpp­un í grein­inni.

Mik­ill mun­ur á veiðigjöld­um

En hvað þá með þá auðlindar­entu sem skil­ar sér í rík­iskass­ann í formi veiðigjalda?

Viðskipta­blaðið held­ur úti staðreynda­vog sem ætlað er að meta um­mæli og stefnu­mál ein­stakra flokka og fram­bjóðenda í aðdrag­anda kosn­inga. Þar er að finna áhuga­verðan sam­an­b­urð á þeim heild­ar­veiðigjöld­um sem skila sér í rík­iskass­ann í Fær­eyj­um ann­ars veg­ar og á Íslandi hins veg­ar.

Þar kem­ur fram að sam­kvæmt fjár­laga­frum­varpi fyr­ir árið 2016 eru áætluð heild­ar­veiðigjöld á Íslandi 7,8 millj­arðar króna. Í Fær­eyj­um er hins veg­ar gert ráð fyr­ir 2,8 millj­örðum, svo mun­ur­inn tel­ur 4,2 millj­arða króna á ár­inu 2016 þegar tekið hef­ur verið til­lit til nett­ó­tekna Fær­ey­inga úr útboðunum.

Upp­boð á afla­heim­ild­um skilaði um 1 millj­arði ís­lenskra króna í Fær­eyj­um en nett­ó­tekj­ur fær­eyska rík­is­ins eru snöggt­um lægri því ekki þarf að greiða veiðigjöld af upp­boðsafl­an­um. Námu tekj­ur Fær­ey­inga því um 752 millj­ón­um króna að teknu til­liti til veiðigjalda­missis.

Hér­lend­is eru greidd veiðigjöld af 40 teg­und­um sjáv­ar­fangs. Í Fær­eyj­um eru greidd veiðigjöld af þrem­ur slík­um.

Þessu til viðbót­ar má nefna, líkt og fram kem­ur á fyrr­nefndri Staðreynda­vog VB, að í Fær­eyj­um er það bundið í kjara­samn­inga milli út­gerða og sjó­manna að sjó­menn greiða hluta veiðigjald­anna þar í landi. Sú er ekki raun­in hér á Íslandi.

mbl.is