SFS harma niðurstöðu verkfallskosninga

Heiðrún Lind Marteinsdóttir er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.
Heiðrún Lind Marteinsdóttir er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Svohljóðandi frétta­til­kynn­ing barst 200 míl­um frá Sam­tök­um fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi:

Fyr­ir ligg­ur niðurstaða kosn­inga aðild­ar­fé­laga Sjó­manna­sam­bands Íslands, Verka­lýðsfé­lags Vest­fjarða, VM Fé­lags vél­stjóra og málm­tækni­manna og Sjó­manna­fé­lags Íslands um verk­falls­boðun hinn 10. nóv­em­ber næst­kom­andi. Sam­kvæmt henni hafa sjó­menn samþykkt að fara í verk­fall.

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi (SFS) telja niður­stöðuna von­brigði. Það er á sam­eig­in­legri ábyrgð allra aðila að reyna til þraut­ar að koma í veg fyr­ir að starf­semi stöðvist um lengri eða skemmri tíma vegna verk­fallsaðgerða. SFS bind­ur von­ir við að aðilar leggi allt kapp á að ná sam­an um samn­ing áður en verk­fall hefst.

Samn­inga­nefnd­ir náðu sam­an um samn­inga í sum­ar, en þeir voru síðar felld­ir í at­kvæðagreiðslu sjó­manna. Nú vek­ur jafn­framt at­hygli að nokk­ur fjöldi sjó­manna kýs að taka ekki þátt í at­kvæðagreiðslu um verk­falls­boðun.

Með hliðsjón af þessu er sér­stak­lega brýnt að aðilar setj­ist enn á ný niður og reyni að ná sam­komu­lagi um kjara­mál. Verk­fall er neyðarúr­ræði og komi til þess mun það valda samn­ingsaðilum og sam­fé­lag­inu öllu tjóni.

mbl.is