Sjómenn fara í verkfall

Sjómenn hafa talað. Verkfall hefst 10. nóvember ef ekki semst …
Sjómenn hafa talað. Verkfall hefst 10. nóvember ef ekki semst fyrir þann tíma. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Verka­lýðsfé­lög sjó­manna og vél­stjóra um land allt felldu kjara­samn­inga við SFS með mikl­um meiri­hluta. Kosn­ingu lauk á há­degi í dag. Verk­fall er boðað 10. nóv­em­ber næst­kom­andi.

„Já, það er al­veg áreiðan­legt. Menn eru að fara í verk­fall,“ sagði Val­mund­ur Val­munds­son, formaður Sjó­manna­sam­bands Íslands.

Beðið er niðurstaðna frá tveim­ur fé­lög­um utan af landi en þau eru fá­menn og niðurstaða á landsvísu er sú að um eða yfir 90% sjó­manna felldu samn­ing­ana og samþykktu verk­falls­boðun. 

Frétt mbl.is: Vél­stjór­ar samþykktu verk­fall

„Ef ekki semst, þá hefst verk­fallið 10. nóv­em­ber næst­kom­andi,“ seg­ir Val­mund­ur. „Von­andi semst nú fyr­ir þann tíma, en við erum komn­ir með af­ger­andi umboð frá sjó­mönn­um um það hvað þeir vilja. Þeir eru klár­ir í átök ef ekki semst.“

„Blæs á mál­flutn­ing út­gerðanna.“

Aðspurður um það hvaða mál það eru sem sjó­mönn­um svíði helst við þá kjara­samn­inga sem felld­ir voru seg­ir Val­mund­ur það vera fyrst og fremst fisk­verðið. Sjó­menn telji það verð sem þeir fá fyr­ir afl­ann óviðun­andi. „Mönn­un­ar­mál­in koma líka inn í þetta, sem og fata­kostnaður.“

Eins vilja menn sjá mál­efni varðandi lög­bundna or­lofs- og des­em­berupp­bót færð til betri veg­ar: „Sjó­menn eru eina starfs­stétt­in í land­inu sem nýt­ur ekki slíks, og ég blæs á þann mál­flutn­ing út­gerðanna að sjó­menn eigi ekki rétt á slíku sök­um þess að þeir vinna á hluta­skipt­um. Það er út í hött,“ seg­ir Val­mund­ur Val­munds­son, formaður Sjó­manna­sam­bands Íslands.

mbl.is