Vélstjórar samþykktu verkfall

Guðmundur Ragnarsson er formaður VM.
Guðmundur Ragnarsson er formaður VM. Myndin er aðsend.

Niðurstaða í kosn­ingu VM – Fé­lags vél­stjóra og málm­tækni­manna – um verk­fall vél­stjóra á fiski­skip­um ligg­ur fyr­ir.

Kosn­ingu um verk­fall vél­stjóra á fiski­skip­um lauk kl. 12 á há­degi í dag, 17. októ­ber 2016.

Á kjör­skrá voru 472 fé­lags­menn VM. Af þeim kusu 339, eða 71,8%. Já sögðu 308, eða 90,8%. Nei sögðu 26, eða 7,7% og 5, eða 1,5%, skiluðu auðu.

Ótíma­bundið verk­fall vél­stjóra á fiski­skip­um, sem mun hefjast kl. 23:00 10. nóv­em­ber 2016, var því samþykkt með tæp­lega 91% at­kvæða.

„Það er ánægju­legt að sjá hversu góð þátt­taka var í kosn­ingu um boðun verk­falls hjá vél­stjór­um á fiski­skip­um og hve niðurstaðan er af­ger­andi. Þessi niðurstaða, 71,8% þátt­taka og 90,8% sem samþykkja að boða verk­fall, hlýt­ur að vera viðsemj­end­um okk­ar al­var­leg áminn­ing um að að setj­ast að samn­inga­borðinu með öðru hug­ar­fari en okk­ur hef­ur verið sýnt frá 2011,“ seg­ir Guðmund­ur Ragn­ars­son, formaður VM.

„Með þessa niður­stöðu mun­um við koma af full­um krafti í að fá al­vöru­viðræður við okk­ar viðsemj­end­ur og fara í aðgerðir verði ekki búið að semja fyr­ir boðað verk­fall.
Þeim mun trú­lega bregða mörg­um af stjórn­end­um út­gerðafyr­ir­tækja að vera komn­ir í þá stöðu að fara að semja við sitt fólk. Þar sem marg­ir þeirra hafa þróað þá stjórn­un­ar­hætti að drottna og gefa skip­an­ir. Um­hverfið hef­ur þró­ast þannig að þeir hafa gefið skip­an­ir og ekki þurfta að taka til­lit til eins né neins. Það er ein af ástæðum þeirr­ar niður­stöðu sem við erum að sjá í þess­ari kosn­ingu,“ bæt­ir Guðmund­ur við.

mbl.is