2016 nær örugglega hlýjast

Uppþornaður árfarvegur í Kína þar sem hiti var mikill í …
Uppþornaður árfarvegur í Kína þar sem hiti var mikill í ár. AFP

Nær ör­uggt er nú talið að árið í ár verði það hlýj­asta frá því að mæl­ing­ar hóf­ust eft­ir að staðfest var að síðasti mánuður var hlýj­asti sept­em­ber­mánuður í sög­unni. Ell­efu af síðustu tólf mánuðum hafa nú sett hita­met fyr­ir þann til­tekna mánuð.

Godd­ard-geim­rann­sókna­stöð NASA (GISS) birti niður­stöðu mæl­inga í sept­em­ber í vik­unni og reynd­ist mánuður­inn sá hlýj­asti frá því að mæl­ing­ar hóf­ust en þó með afar litl­um mun. Sept­em­ber­mánuður var 0,91°C hlýrri en meðal­hiti sept­em­ber­mánaða frá 1951 til 1980.

Gavin Schmidt, for­stöðumaður GISS, tel­ur nú nærri því ör­uggt að 2016 verði hlýj­asta árið frá því að mæl­ing­ar hóf­ust fyr­ir 136 árum.

Vegna þess hversu litlu munaði á hita­stigi sept­em­ber í ár og fyrra meti frá því í sept­em­ber 2014, aðeins 0,004°C er mögu­legt að staða mánaðar­ins breyt­ist þegar farið verður yfir frek­ari gögn. Á þann hátt var júní í fyrstu tal­inn heit­asti júní­mánuður sög­unn­ar en síðar var það end­ur­skoðað og hann tal­inn sé þriðji hlýj­asti.

Júlí­mánuður var hlýj­asti mánuður frá því að mæl­ing­ar hóf­ust. Bú­ist er við því að staðfest­ing liggi fyr­ir á því hvort að árið í ár verði það hlýj­asta snemma á næsta ári.

Frétt The Guar­di­an

mbl.is