Aðskilnaður veiða og vinnslu

Þau eru mörg hitamálin í stjórnmálum þessa dagana. Eitt þeirra …
Þau eru mörg hitamálin í stjórnmálum þessa dagana. Eitt þeirra er krafa um aðskilnað veiða og vinnslu. mbl.is/Ómar Óskarsson

Aðskilnaður fisk­veiða og land­vinnslu er eitt af bar­áttu­mál­un­um í aðdrag­anda kosn­inga. Norðmenn hafa reynsl­una og hún er ekki endi­lega já­kvæð.

Aðstoðarfram­kvæmda­stjóri SFS seg­ir mikla sam­keppni á alþjóðleg­um mörkuðum og sam­keppn­is­hæfni ís­lenskra sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja best borgið ef ferlið er órofið.

„Íslensk sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki eru í harðri alþjóðlegri sam­keppni þar sem kröf­ur um gæði og af­hend­ingarör­yggi fara stig­vax­andi,“ seg­ir Hauk­ur Þór Hauks­son, aðstoðarfram­kvæmda­stjóri Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi.

Hauk­ur bend­ir á að um sé að ræða stöðuga vinnu þar sem hvergi megi slaka á. Sí­aukn­ar kröf­ur séu gerðar um gæði afurða og auk­inn hraða og þar af leiðandi sé mik­il­vægt að hraði og gæði í ferl­inu frá veiðum til neyt­enda sé há­markaður.

„All­ur fisk­ur fer á markað“

Hann seg­ir all­an fisk vissu­lega fara á markað en legg­ur áherslu á að það sé til­fellið nú þegar. Sá fisk­ur sem veidd­ur er á Íslands­miðum fari sann­ar­lega á markað, og á þeim alþjóðlega markaði sé það neyt­and­inn sem ræður.

Tek­ur Hauk­ur fram að kraf­an um all­an fisk á ís­lensk­an upp­boðsmarkað sé sprott­in frá þeim sem telja það leiða til hærra skipta­verðs til sjó­manna og eins myndi fram­boð hrá­efn­is til fisk­vinnslu­fyr­ir­tækja án út­gerða aukast.

Grein aðstoðarfram­kvæmda­stjór­ans má lesa í heild sinni á vefsvæði SFS.

Reynsla Norðmanna af aðskilnaði vinnslu og veiða

Í grein í Fiskifrétt­um árið 2013 seg­ir Jó­hann­es Páls­son, þáver­andi fram­leiðslu­stjóri Norway Sea­food í Nor­egi, að Norðmenn hafi slæma reynslu af því að slíta sund­ur veiðar og vinnslu. Í Nor­egi séu veiðar og vinnsla aðskil­in og verðmynd­un­in sé vissu­lega fisk­veiðum í hag, en land­vinnsl­an eigi erfitt upp­drátt­ar.

Seg­ir Jó­hann­es einn stærsta ókost­inn við aðskilnað veiða og vinnslu í Nor­egi vera þann að stór hluti ársafl­ans í þorski bær­ist á land topp­mánuðina í vertíðinni. Þannig kæmi nær all­ur þorsk­ur á land á fjór­um fyrstu mánuðum árs­ins, þegar auðveld­ast væri að veiða hann. Þar af veidd­ust um 80.000 tonn í mars­mánuði ein­um og sér. Það sem eft­ir lifði árs væri sára­lítið fram­boð af hrá­efni og markaðir er­lend­is breytt­ust eft­ir því.

Ef tekið er mið af orðum aðstoðarfram­kvæmda­stjóra SFS verður að ætla að slík­ur aðskilnaður hefði um­tals­verð áhrif á er­lenda markaði ís­lenskra út­flutn­ingsaðila á fiski, og ekki endi­lega já­kvæð.

Að sögn Jóhannesar Pálssonar vill enginn sem vinnur fisk í …
Að sögn Jó­hann­es­ar Páls­son­ar vill eng­inn sem vinn­ur fisk í landi í Nor­egi hafa aðskil­in kerfi veiða og vinnslu. mbl.is/​Golli / Kjart­an Þor­björns­son

„Eng­inn sem vinn­ur fisk í landi vill hafa þetta kerfi“

„Hugsið ykk­ur hvað þarf marga bryggju­metra til að taka á móti öll­um þess­um fiski og hvað þarf marga fer­metra af hús­næði til að koma öll­um þess­um fiski í gegn. Hús­næði sem stend­ur svo autt mest­an hluta árs­ins. Þetta leiðir til þess að af­kom­an hjá fisk­vinnsl­unni er eng­in. Þetta er af­leiðing­in af aðskilnaði veiða og vinnslu. Eng­inn sem vinn­ur fisk í landi vill hafa þetta kerfi,“ seg­ir Jó­hann­es Páls­son í um­ræddu viðtali.

Pírat­ar vilja full­an aðskilnað veiða og vinnslu

Pírat­ar hafa það á stefnu­skrá sinni í aðdrag­anda kosn­inga að all­ur afli skuli fara á markað sem og að all­ar afla­heim­ild­ir fari á upp­boð. Hafa Pírat­ar í þessu sam­bandi bent á að brotið sé gegn jafn­ræðis­regl­unni og grund­vall­ar­mann­rétt­ind­um í því fyr­ir­komu­lagi sem nú er við lýði.

Ekki náðist í full­trúa Pírata við rit­un þess­ar­ar frétt­ar.

mbl.is