Rangfærslur í kjaraumræðu

Heiðrún Lind er ósátt við málflutning Guðmundar Ragnarssonar.
Heiðrún Lind er ósátt við málflutning Guðmundar Ragnarssonar. Mynd úr safni.

„Það er al­var­legt mál að gefa mönn­um að sök að svindla á kjara­samn­ing­um og hlunn­fara þannig starfs­fólk sitt,“ seg­ir Heiðrún Lind Marteins­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi (SFS), í grein í Morg­un­blaðinu í dag.

Heiðrún gagn­rýn­ir harðlega um­mæli Guðmund­ar Ragn­ars­son­ar, for­manns Fé­lags vél­stjóra og málm­tækni­manna, sem birt­ust á heimasíðu fé­lags­ins.

Heiðrún er afar ósátt við að fé­lags­mönn­um SFS sé gefið að sök að rétt afurðaverð skili sér ekki til lands­ins og að gild­andi kjara­samn­ing­ar séu ekki virt­ir. Tel­ur hún ótækt að taka því þegj­andi þegar fjöldi fólks og fyr­ir­tækja er bor­inn þung­um sök­um án skýr­inga eða rök­stuðnings.

Heiðrún skor­ar á hvern þann sem hef­ur sann­an­ir fyr­ir þess­um ásök­un­um að koma slík­um ábend­ing­um áleiðis en að öðrum kosti láta það vera að ásaka heila starfs­grein um óheil­indi.

Grein Heiðrún­ar Lind­ar fer hér eft­ir:

„Í kjöl­far þess að fé­lags­menn í VM – Fé­lagi vél­stjóra og málm­tækni­manna, samþykktu boðun verk­falls sem að óbreyttu hefst 10. nóv­em­ber næst­kom­andi, skrif­ar Guðmund­ur Ragn­ars­son, formaður fé­lags­ins, eft­ir­far­andi á heimasíðu þess:

„Síðan held ég að póli­tík­in ætti að hysja upp um sig bux­urn­ar og gefa gaum að kröf­um sjó­manna um verðmynd­un á fiski og að rétt afurðaverð sé að skila sér til lands­ins. Við þurf­um að fá að sjá það svo hægt sé að upp­fylla nú­gild­andi kjara­samn­inga.“

Með þess­um orðum er fé­lags­mönn­um í SFS gefið að sök að rétt afurðaverð skili sér ekki til lands­ins og að gild­andi kjara­samn­ing­ar séu því ekki virt­ir.

Það er al­var­legt mál að gefa mönn­um að sök að svindla á kjara­samn­ing­um og hlunn­fara þannig starfs­fólk sitt. Það er ekki hægt að taka því þegj­andi þegar mik­ill fjöldi fólks og fyr­ir­tækja er bor­inn þung­um sök­um án frek­ari skýr­inga eða rök­stuðnings. Ef ein­stök dæmi eru til um sann­an­ir fyr­ir slík­um ásök­un­um þá eru menn hvatt­ir til að koma slík­um ábend­ing­um áleiðis en láta það vera að ásaka heila starfs­grein um óheil­indi.

Verðlags­stofa skipta­verðs starfar sam­kvæmt lög­um nr. 13/​1998 og hef­ur op­in­bert eft­ir­lit með því að út­gerðir geri rétt upp við sjó­menn. Í 5. gr. fyrr­nefndra laga seg­ir:

„Við at­hug­un ein­stakra mála get­ur Verðlags­stofa krafið sjó­menn, út­gerðir, kaup­end­ur afla, flutn­ingsaðila, fisk­markaði, umboðsmenn og aðra þá sem milli­göngu hafa um sölu á afla um all­ar nauðsyn­leg­ar upp­lýs­ing­ar.“

Þó að gild­is­tími kjara­samn­ings á milli VM og Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafi runnið út hinn 1. janú­ar 2011 þá hef­ur verið við hann miðað til þessa dags. Þeim sem tel­ur að unnið sé í and­stöðu við gerðan samn­ing er því hægt um vik að koma ábend­ing­um á fram­færi til viðeig­andi aðila.

Höf­und­ur er fram­kvæmda­stjóri SFS.“

mbl.is