Telja orð framkvæmdastjóra SFS nýjar upplýsingar

Stjórn Samtaka fiskframleiðenda og útflytjenda telja yfirlýsingar framkvæmdastjóra Samtaka fyrirtækja …
Stjórn Samtaka fiskframleiðenda og útflytjenda telja yfirlýsingar framkvæmdastjóra Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi um fiskverð nýjar upplýsingar. mbl.is/Rax

Stjórn Sam­taka fisk­fram­leiðenda og út­flytj­enda (SFÚ) fagn­ar þeirri fram­setn­ingu Heiðrún­ar Lind­ar Marteins­dótt­ur, fram­kvæmda­stjóra Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi (SFS), að „sú reikni­formúla sem við er miðað sam­kvæmt kjara­samn­ingi á að leiða til sam­bæri­legs verð þegar kem­ur að skipta­verði ann­ars veg­ar og markaðsverði hins veg­ar,“ eins og haft er eft­ir henni í Frétta­blaðinu í dag.

SFÚ met­ur það svo að þess­ar upp­lýs­ing­ar frá fram­kvæmda­stjóra SFS gefi til­efni til að álykta að eng­in fyr­ir­staða geti leng­ur staðið í vegi þess að gengið verði að hug­mynd­um SFÚ og kröf­um sjó­manna um að eitt fisk­verð skuli gilda um öll viðskipti með fisk í land­inu.

Telja sam­tök­in að slík breyt­ing myndi höggva á hnút­inn í sjó­manna­deil­unni og því sam­hliða skapa ís­lensk­um neyt­end­um rétt­lát­ara verð á fiski, að því er fram kem­ur í yf­ir­lýs­ingu frá SFÚ í dag.

Heiðrún Lind seg­ir aðspurð að lóðrétt samþætt­ing út­gerða, þ.e. út­gerðir með eig­in vinnslu, hafi verið tal­in ein lyk­il­for­senda sam­keppn­is­hæfni ís­lensks sjáv­ar­út­vegs á kröfu­hörðum er­lend­um mörkuðum. Bend­ir hún á að Sam­keppnis­eft­ir­litið hafi ekki talið skyn­sam­legt að gera kröfu um að all­ar fisk­ur sé flutt­ur á fisk­markað áður en hann fari til frek­ari vinnslu.

Heiðrún Lind Marteinsdóttir segir lóðrétta samþættingu mikilvæga íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum á …
Heiðrún Lind Marteins­dótt­ir seg­ir lóðrétta samþætt­ingu mik­il­væga ís­lensk­um sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um á kröfu­hörðum er­lend­um mörkuðum. Mynd úr safni.

Heiðrún bæt­ir því við að þótt sú reikni­formúla sem við er miðað sam­kvæmt kjara­samn­ingi eigi að leiða til sam­bæri­legs verðs þegar kem­ur að skipta­verði ann­ars veg­ar og verði á markaði hins veg­ar, eins og eft­ir henni var haft í Frétta­blaðinu, geti þó orðið sveifl­ur á slíku frá ein­um tíma til ann­ars og ekki sé al­gilt að skipta­verð sé lægra en verð á upp­boðsmarkaði.

„Þá eru viðskipti á grund­velli lang­tíma­samn­inga ann­ars veg­ar og stund­ar­viðskipti á upp­boðsmarkaði hins veg­ar ekki sam­bæri­leg. Um það gilda ekki önn­ur lög­mál í sjáv­ar­út­vegi en í viðskipt­um al­mennt,“ seg­ir Heiðrún Lind Marteins­dótt­ir.

Ólaf­ur Arn­ar­son, starfsmaður stjórn­ar SFÚ, seg­ir orðalag Heiðrún­ar Lind­ar um þessi atriði furðulegt. Að hans mati sé ekki hægt að skilja orð fram­kvæmda­stjóra SFS á ann­an veg en þann að sama verð sé á fiski á fisk­markaði og í skipt­um.

Ólafur Arnarson, starfsmaður stjórnar SFÚ, segir mikilvægt að stórútgerðir setja …
Ólaf­ur Arn­ar­son, starfsmaður stjórn­ar SFÚ, seg­ir mik­il­vægt að stór­út­gerðir setja meiri fisk á markað en verið hef­ur. mbl.is/Á​rni Torfa­son

 „Okk­ur finnst þetta vera nýj­ar upp­lýs­ing­ar vegna þess að þetta pass­ar ekki við þann sam­an­b­urð sem við höf­um gert á þess­um verðum,“ tek­ur Ólaf­ur fram. „Við höf­um séð það að markaðsverð er 30-50% hærra en skipta­verð þótt það sé rétt sem fram kem­ur hjá Heiðrúnu Lind að það er sveiflu­kennt.“

Ólaf­ur seg­ir SFÚ lengi hafa kvartað yfir því að stóru út­gerðirn­ar leggi lítið inn á markaðina og séu orðnar „óþægi­lega fyr­ir­ferðar­mikl­ar sem kaup­end­ur“ á fisk­markaðnum. Hann seg­ir stór­út­gerðir sprengja upp verðið á markaði en ef það sem eft­ir Heiðrúnu Lind sé haft reyn­ist rétt eigi ekk­ert að standa í vegi fyr­ir því að eitt verð á fiski verði látið gilda og tvö­faldri verðmynd­un í sjáv­ar­út­vegi hér­lend­is verði út­rýmt.

„Við fögn­um því ef þetta er staðan. Það hlýt­ur þá að þýða að nægi­lega lítið beri á milli í kjara­deildu sjó­manna og út­gerða að eitt verð verði látið gilda í öll­um fiskviðskipt­um hér á landi. Enda hlýt­ur það þá að vera markaðsverðið. Ef markaðsverðið nær líka til stór­út­gerða sem eru með sín­ar eig­in vinnsl­ur er kom­inn eðli­leg­ur hvati inn í kerfið til þeirra sem halda á öll­um þess­um afla­heim­ild­um og veiða all­an þenn­an fisk að setja all­an afl­ann á markað. Þá telj­um við að verð á markaði muni lækka og það verði til hags­bóta fyr­ir alla grein­ina,“ seg­ir Ólaf­ur Arn­ar­son.

mbl.is