Segir sjómenn greiða útgerðum styrk

Bergvin Eyþórsson segir olíuverðsviðmiðið auka fjárhagslegan hlut útgerða á kostnað …
Bergvin Eyþórsson segir olíuverðsviðmiðið auka fjárhagslegan hlut útgerða á kostnað sjómanna. Mynd af heimsíðu Verk Vest.

Öll fyr­ir­tæki eiga að tak­ast á við sveifl­ur í rekstri með öðrum aðgerðum en þeim að seil­ast í vasa starfs­fólks síns, seg­ir Berg­vin Eyþórs­son, trúnaðarmaður á Stefni ÍS-28, sem sit­ur í samn­ingaráði sjó­manna hjá Verk Vest. Hann seg­ir í grein á vefsvæði Verk Vest hlut sjó­manna veru­lega skert­an vegna olíu­verðsviðmiða og niðurstaða nú­ver­andi fyr­ir­komu­lags sé „klár­lega rekstr­ar­styrk­ur frá sjó­mönn­um til handa út­gerð“.

Olíu­verðsviðmiðið sem er í gildi seg­ir Berg­vin hafa verið sett á í því augnamiði að jafna út sveifl­ur í olíu­verði. Olíu­verð sé stór póst­ur í rekstri út­gerða og til að út­gerðir lendi ekki í rekstr­ar­vand­ræðum vegna sveiflna í olíu­verði sé um­rætt olíu­verðsviðmið til að taka mesta kúf­inn af sveifl­un­um, ekki til að greiða niður olíu til lengri tíma.

Að mati Berg­vins er viðmiðið sem not­ast er við í dag gríðarlega órétt­látt.

Máli sínu til stuðnings tek­ur Berg­vin dæmi um tog­ara með 15 menn í áhöfn sem fisk­ar fyr­ir 100 millj­ón­ir á mánuði miðað við nú­ver­andi verðgildi. Sé horft til liðinna 10 ára á þessu skipi hafi sjó­menn eng­an ávinn­ing haft af olíu­verðsviðmiðinu, en hins veg­ar hafi rúm­lega 280 millj­ón­ir af laun­um sjó­manna skips­ins runnið til út­gerðar­inn­ar.

Sé horft aft­ur til árs­ins 1987, þegar teng­ing við olíu­verð tók gildi, hafi út­gerðar­menn hagn­ast á þess­um regl­um í 269 mánuði en sjó­menn hafi ein­ung­is hagn­ast á fyr­ir­komu­lag­inu í 23 mánuði og 65 mánuðir hafi komið út á sléttu.

Grein Berg­vins má lesa í heild sinni á heimasíðu Verk Vest.

mbl.is